fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Pawel bendir á að Bjarni hafi ruglast – Kópavogur hafi komið í veg fyrir stækkun en ekki Reykjavík

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 16:30

Pawel Bartoszek og Bjarni Benediktsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga, segir Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, ruglast á sveitarfélögum og kenna öðrum um eigin ófarir í efnahagsmálum. Það sé Kópavogur sem neiti að stækka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins en ekki Reykjavík.

„Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sló kunnuglegan tón og kenndi öðrum um eigin ófarir í efnahagsmálum,“ segir Pawel á bloggsíðu sinni.

Er hann að bregaðst við orðum Bjarna í sjónvarpskappræðum á RÚV. En þar sagði hann:

„Við erum að horfa upp á það núna að Kópavogur og Reykjavíkurborg eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar!“

Pawel segir að Bjarni sé að ruglast á sveitarfélögum. Engar formlegar óskir hafi borist frá Kópavogsbæ um stækkun vaxtarmarka sem Reykjavíkurborg hafi tekið fyrir og neitað. Einfaldur lestur fundargerða skipulagsnefndar leiði það í ljós.

Kópavogur stoppaði Rjúpnahlíð

Hins vegar hafi komið fram erindi frá Garðabæ um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Markmiðið með því sé að skapa rými fyrir athafnasvæði til að Garðabær geti boðið fyrirtækjum nýjar lóðir. Þessi breyting myndi stuðla að auknu framboði húsnæðis.

„Svæðisskipulagsnefnd samþykkti að auglýsa umrædda tillögu og greiddu báðir fulltrúar Reykjavíkurborgar atkvæði með því. Hins vegar var málið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar,“ segir Pawel. „Ástæðan fyrir því voru grenndarsjónarmið og það má að sjálfsögðu sýna þeim virðingu. En engu að síður skal rétt vera rétt.“

Hefði Bjarni því átt að segja:

„Við erum að horfa upp á það núna að Garðabær og Kópavogur eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Það er auðvitað ekki boðlegt! Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Kópavogur neitar!“

„Það hefði reyndar beint sjónum að því eina skiptið á kjörtímabilinu þar sem stækkun vaxtarmarka hefur verið hafnað sneri að tveimur sveitarfélögum í hans kjördæmi, sem bæði eru undir stjórn hans eigin flokks. Það var kannski þess vegna sem hann ákvað frekar að ráðast með ósannindum á Reykjavíkurborg,“ segir Pawel að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú