fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 18:00

Verðlag er kannski hátt á Íslandi en verðið á sumum hlutum er þó ekki svo slæmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir halda að Ísland sé mesta okurland veraldar. Að allir útlendingar sem hingað komi fái áfall í fyrsta skiptið sem þeir þurfi að kaupa sér einhverja vöru. Það á kannski við í mörgum tilfellum en alls ekki öllum.

Bensín svipað og í Hollandi

Í ferðamannahópi Íslands á samfélagsmiðlinum Reddit er rætt um verðlag á Íslandi. Margir nefna að verðlag sé á pari eða jafn vel lægra en þaðan sem þeir koma.

„Ég er frá Hollandi og mér finnst verðið ekki brjálæðislega hátt,“ segir einn ferðamaður. Segist hann hafa búist við miklu hærra verðlagi áður en hann kom til Íslands. Hins vegar hafi flestir hlutir verið kannski aðeins dýrari hér en heima í Hollandi. Nefnir hann bensín sem dæmi. Líterinn kosti 1,9 evru í Hollandi en um 2 á Íslandi.

Betra verð en í New York

Það sama segir ferðamaður frá Bandaríkjunum.

„Ég bý á New York svæðinu (í New Jersey) og mér fannst verðið á veitingastöðum sambærilegt við New York, skyndibiti var dýrari en matur í matvörubúðum stundum dýrari og stundum ódýrari,“ segir hann. Verð á sælgæti og skyri, sem var það sem hann keypti mest af, var betra en í Bandaríkjunum.

Ódýr bílastæði

Breskur ferðamaður nefnir aðgang að ferðamannastöðum og bílastæði. Sem eru reyndar hlutir sem voru margir ókeypis fyrir nokkrum árum síðan.

„Á þessu ári heimsótti ég Bandaríkin, Sviss og Ísland. Ísland er langódýrasti staðurinn til að „gera hluti“ þegar kemur að aðgöngumiðum (sem oft kosta ekkert) og bílastæðum,“ segir hann.

Nefnir hann að það hafi verið ódýrara að dvelja í nokkra klukkutíma við Seljalandsfoss og Jökulsárlón en að leggja bíl í einn klukkutíma í hans heimaborg. Þá hafi verð bílastæða í Reykjavík komið honum þægilega á óvart. Að leggja bíl í tvo og hálfan dag hafi kostað innan við 20 pund, eða um 3.500 krónur.

Annar ferðamaður tekur undir að bílastæði séu ódýr. „Sex evrur fyrir heilan dag við foss er ekkert, svo lengi sem það hjálpar til við að viðhalda svæðinu (jafn vel þó þú dveljir aðeins í einn eða tvo klukkutíma þarna),“ segir hann. Tók hann einnig eftir tveimur mjög ódýrum vörum í matvörubúðum. „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt.“

Betra verð í Garðabæ en Minneapolis

Einn Bandaríkjamaður nefnir verðið í Costco í Garðabæ. „Við keyptum mest allan matinn í Costco og það kom okkur á óvart að verðið var það sama eða jafn vel betra en heima í Minneapolis,“ segir hann.

Annar nefnir hluti eins og aðgang í sund, bíó og skíðasvæði. „Vandi ferðamanna er að þeir þurfa að eyða svo miklum pening í hótel og bílaleigubíla. Það er allt of dýrt,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar