Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út á Suðurlandi vegna alvarlegs slyss. Slysið varð í Tungufljóti í uppsveitum Árnessýslu.
Mbl.is greindi fyrst frá.
Útkallið barst rétt fyrir klukkan 16. Nokkuð margar sveitir eru að störfum.
Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar vill ekki tjá sig mikið að svo stöddu um málið. Samkvæmt heimildum DV varð slys á björgunarsveitaræfingu.