BBC segir að með greiningu á gervihnattarmyndum frá Open Source Centre sjáist að þetta mikla magn olíu hafi verið sent til Norður-Kóreu. En ekki nóg með það, því Rússar hafa einnig sent loftvarnaflaugar til einræðisríkisins en það er einnig óheimilt vegna refsiaðgerðanna.
David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, segir það ekkert leyndarmál að Rússar hafi látið Norður-Kóreu fá olíu í skiptum fyrir vopn og þá hermenn sem Norður-Kórea hefur sent til að berjast með Rússum gegn Úkraínumönnum.
Talið er að minnsta kosti 10.000 norðurkóreskir hermenn séu komnir til Rússlands og berjist nú með Rússum í Kúrsk-héraðinu. Fréttir hafa borist af því að koma norðurkóresku hermannanna hafi ekki verið vandræðalaus vegna mikillar notkunar þeirra á klámi og flóttatilrauna.