Pútín sagði þetta þegar hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi á föstudaginn. Hann sagði að áfram verði haldið að gera tilraunir með þessi flugskeyti, þar á meðal á vígvellinum í Úkraínu en allt byggist þetta á stöðunni hverju sinni og hvaða ógnir steðja að öryggi Rússlands.
Rússar skutu slíku flugskeyti á Dnipro á fimmtudaginn. Náði flugskeytið 11 földum hljóðhraða á leið sinni að skotmarkinu.
Pútín sagðist nú þegar hafa gefið fyrirmæli um að byrjað verði að fjöldaframleiða þessa tegund flugskeyta. Hann sagði einnig að ekkert annað ríki búi yfir svipaðri flugskeytatækni og þetta flugskeyti er byggt á en um leið viðurkenndi hann að það sé aðeins tímaspursmál hvenær svo verði.