Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Daníel Sigurðssyni fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum í rekstri fyrirtækisins Geri allt slf.
Daníel var sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattskýrslum félagsins fyrir árin 2015 til 2017. Vanframtalinn útskattur fyrir tímabilin var sagður nema samtals rétt tæplega einni milljón króna og offramtalinn innskattur rúmlega 5,3 milljónum.
Hann var auk þess sakaður um að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Geri allt fyrir rekstrarárin 2014 og 2015. Nemur vanframtalinn tekjuskattur rúmlega 2,6 milljónum króna.
Fyrir sama tímabil var hann sakaður um virðisaukaskattsvik upp á tæplega 1,7 milljónir.
Var Daníel dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21,2 milljónir króna. Sé sektin ekki greidd kemur í hennar stað 300 daga fangelsi.
Dóminn má lesa hér.