Kennaraverkfallinu hefur verið frestað í tvo mánuði eftir að tillaga Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara var samþykkt í dag um klukkan 15.
Mbl.is greindi fyrst frá.
Ástæðan er að gefa deiluaðilum vinnufrið til þess að koma á kjarasamningum. Að sögn Ástráðar hafa deiluaðilar friðarskyldu næstu tvo mánuði en ekkert hafði þokast í málinu á meðan verkfallið, í nokkrum leik-, grunn- og framhaldsskólum stóð yfir.
Kennarar munu fá 3,95 prósenta launahækkun um áramót.