fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Jón allt annað en sáttur við Þórdísi Kolbrúnu: „Það er til vansa fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bregðast í þessu máli”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 09:00

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins, vandar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra ekki kveðjurnar.

Jón gerir handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag gagnvart Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, að umtalsefni í pistli á bloggsíðu sinni. Er Jón einkum ósáttur við orð sem Þórdís Kolbrún lét falla í viðtali við RÚV á dögunum að Ísland virði handtökuskipun dómstólsins.

„Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Handteknir og framseldir í íslenskri lögsögu

Jón segir að þetta hafi verið sár vonbrigði. „Þeir yrðu handteknir og framseldir ef þeir væru í íslenskri lögsögu. Þetta gerist þrátt að ákæran sé pólitísk og Gyðingafjandsamleg. Þrátt fyrir að framsæknar ríkisstjórnir í Evrópu og Ameríku þ.á.m. Bandaríkin hafni þessari aðför. Þrátt fyrir að VG sé ekki lengur í ríkisstjórn,” segir hann.

Jón fer svo í löngu máli yfir skoðun sína á málinu og bendir á að Ísraelsmenn hafi gripið til varna eftir að Hamas-liðar réðust grimmilega á þá. Óhjákvæmileg innrás Ísrael á Gasa hafi því miður leitt til dauða margra óbreyttra borgara og það sé átakanlegt að horfa upp á.

Hann segir að viðmiðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins bendi til þess að reglur um sjálfsvörn eða rétt til að snúast til varnar gegn árás gildi ekki lengur nema enginn óbreyttur borgari falli, jafnvel þó óvinurinn feli sig á meðal þeirra.

„Vinstri sinnaðir lögfræðingar í alþjóðarétti hljóta þá að líta á öll dauðsföll óbreyttra borgara í síðari heimsstyrjöld árin 1944 og 1945 sem stríðsglæpi og siðferðilega ámælisverð. Harry S. Truman, Winston Churchill, De Gaulle o.fl. hefði því átt að lögsækja ásamt þeim leiðtogum nasista sem sóttir voru til saka í Nürenberg réttarhöldunum 1945-1946. Hvílíkt fordæmi hefði það nú verið og andhverfa skynseminnar,“ segir hann.

Til vansa fyrir flokkinn

Hann segir að „framsæknar ríkisstjórnir“ hafi hafnað þessari „vitleysu“, til dæmis Argentína, Ítalía, Ungverjaland og Bandaríkin sem hafi ítrekað að Ísrael hafi rétt til að verja hendur sínar.

„Það hefði verið mannsbragur að því hefðum við gert það líka. Það er til vansa fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bregðast í þessu máli. Flokk Thor Thors, sem stóð svo ötullegast með og vann svo einlæglega að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að griðastaður Gyðinga gæti orðið til með stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Thor Thors bróðir ástsælasta leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, hefði aldrei trúað því að hans eiginn flokkur mundi hvika og bregðast málstað réttlætisins.“

Ísraelsmenn hafa verið sakaðir um stríðsglæpi í stríðinu á Gasa og hefur til dæmis Mannréttindavaktin bent á það. Það hafi Ísraelsmenn til dæmis gert með nauðungarflutningum almennings á Gasa. Þá hefur Mannréttindavaktin sakað Ísraela um þjóðernishreinsun þar sem stór svæði á Gasa eru óbyggileg eftir gegndarlaust sprengjuregn síðustu misseri. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst einnig að þessari niðurstöðu í skýrslu í sumar og sagði að bæði Hamas og Ísraelsmenn hafi framið stríðsglæpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri
Fréttir
Í gær

Ekki gefið upp hvort maðurinn sem féll í sjóinn er í lífshættu eða ekki

Ekki gefið upp hvort maðurinn sem féll í sjóinn er í lífshættu eða ekki
Fréttir
Í gær

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Í gær

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim