fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Gunnar vill að Landskjörstjórn fresti kosningunum – „Einn af hornsteinum lýðræðisins er að allir geti nýtt sinn atkvæðisrétt“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. nóvember 2024 20:00

Gunnar Gunnarsson ritstjóri Austurfréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar, segir að Landskjörstjórn ætti að taka af skarið og fresta kosningum, að minnsta kosti þar sem veðrið verður verst. Ljóst sé að sumir kjósendur muni eiga í erfiðleikum með að komast á kjörstað. Hornsteinn lýðræðisins sé að allir geti nýtt sinn atkvæðarétt.

Þetta segir Gunnar í pistli á Austurfrétt sem ber yfirskriftina: Landskjörstjórn verður að taka af skarið.

Í pistlinum bendir Gunnar á að gular viðvaranir hafa verið gefnar út í öllum landsbyggðarkjördæmunum vegna hríðarbyls á morgun, kjördag. Því ætti Landskjörstjórn að taka af skarið og fresta kosningunum strax, frekar en að bíða og ætlast til þess að staðbundnar kjörstjórnir axli ábyrgðina.

„Eftir því sem liðið hefur á vikuna hafa líkurnar aukist á að veðrið verði eins og verst spáir. Slíkt þýðir ófærð yfir fjallvegi og jafnvel innanbæjar. Á venjulegum degi væru áhrifin óveruleg en á morgun en meira undir,“ segir Gunnar.

Hver kjósandi skiptir máli

Vegna yfirvofandi óverðurs hafa fleiri kosið utan kjörfundar en vanalega. Gunnar segir þó skýrt að utan kjörfundarkosning geti ekki komið í staðinn fyrir hefðbundinn kjörfund. Samkvæmt lögum geti kjósandi breytt atkvæði sínu á kjörfundi.

Vegagerðin og sveitarfélögin geri sitt besta við að halda vegum opnum og upplýsa fólk um færð. En eitt er að komast á kjörstað og annað að komast aftur heim.

„Einn af hornsteinum lýðræðisins er að allir geti nýtt sinn atkvæðisrétt,“ segir Gunnar. „Við aðstæður sem þessar ber okkur sem samfélagi að gæta að réttindum þeirra sem veikast standa við þessar kringumstæður. Við getum gengið svo langt að segja að ef einn kjósandi treystir sér ekki á kjörstað vegna veðurs þá eigi að fresta.“

Huglægt mat

Þar sem ekkert segi í kosningalögum um á hvaða forsendum fresta beri kosningum er það huglægt mat, rétt eins og veður og færð á vegum.

„Það sem einn einstaklingur upplifir sem ógn álítur annar áskorun og skemmtun. Það getur verið að á Austurlandi búi fólk sem er vant að ferðast í kófi en hér býr líka fólk sem ekki er vant því,“ segir Gunnar.

Þarf hugrekki

Segir hann að heitri kartöflu sé kastað á milli kjörstjórna. Formleg virðist ákvörðun vera hjá yfirkjörstjórn hvers kjördæmis en því er vísað til undirkjörstjórna að meta aðstæður, sem þýði að formaður kjörstjórnar í litlu byggðarlagi getur setið uppi með það að krefjast að kosningum sé frestað.

„Það þarf hugrekki í að vera sá sem stendur vörð um hagsmuni einstaklingsins sem fastur upp í afdal, sem er peð í hafi 270 þúsund kjósenda en á sama rétt, og krefst þess að kosningu verði frestað,“ segir Gunnar að lokum. „Þess vegna ætti landskjörstjórn að taka af öll tvímæli fyrr en síðar og fresta kosningunum, í þar minnsta þar sem útlitið ver verst. Veðurspá er með þeim hætti að víða á landinu eru líkur á að kjósendur muni eiga í vandræðum með að komast til og frá kjörstað. Það gerir ekkert til þótt kosningaveislur, sjónvarpsútsendingar og útdeiling jöfnunarþingsæta frestist um sólarhring. Það væri rétt ákvörðun fyrir lýðræðið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá