fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur ekki mikla trú á kosningaspá Metils sem vakið hefur talsverða athygli að undanförnu og fengið þó nokkra umfjöllun.

Spá Metils, sem hægt er að nálgast á þessari vefsíðu, tekur mið af fylgiskönnunum en einnig sögulegum gögnum, þar á meðal kosningaúrslitum fyrri tíma.

Í spá sem birtist í gær kemur ýmislegt áhugavert fram, til dæmis að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin verði tveir stærstu flokkarnir með miðgildi upp á 18% fylgi og Viðreisn (16%) og Flokkur fólksins (14%) komi þar á eftir.

Þá er því spáð að Sósíalistaflokkurinn og Vinstri grænir verði með sama fylgi, eða miðgildi upp á 4%. Þetta þykir Gunnari Smára einkennilegt enda hafi Sósíalistar mælst stærri en VG í öllum könnunum að undanförnu. Í færslu á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins segir Gunnar Smári:

„Þráhyggja aðstandenda Metils er rannsóknarefni. Nú halda þeir því fram að Sósíalistar og Vg séu með sama fylgi þrátt fyrir að fylgi Sósíalista sé í öllum könnunum um 2/3 meira en Vg. Og þrátt fyrir að atkvæði Sósíalista hafi reynst fleiri en kannanir sögðu til um í tveimur af þremur kosningum sem Sósíalistar hafa tekið þátt í. Og svo er líka rannsóknarefni hvers vegna fjölmiðlar vitna til spá Metils eins og einhver reynsla sé komin á spágetuna. Hún er engin,” segir hann.

Hann nefnir að komið hafi fram að aðstandendur Metils reikni upp fylgi hægri flokka vegna þess að þeir halda að kjósendur halli sér til hægri þegar kosningar snúast um efnahagsmál.

„Trúa semsagt goðsögnum Valhallar, dellunni sem þar er kennd. Þessu er þveröfugt farið á Íslandi. Samkvæmt kosningarannsókninni voru efnahagsmál helst aðalmál kosninga 1987 og 2007 og í bæði skiptin hrundi Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Gunnar Smári sem biðlar til fjölmiðla að doka aðeins við.

„Ég hvet fréttafólk til að bíða í svona þrjár kosningar og leggja þá mat á hvort tilefni sé til að vitna til Metils yfirhöfuð. Í fljótu bragði virðist þetta bara vera safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Varað við innbrotsþjófi á Grensásvegi – „Hann reyndi að fela andlit sitt“

Varað við innbrotsþjófi á Grensásvegi – „Hann reyndi að fela andlit sitt“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn segir að Lilja hafi sett nýtt Íslandsmet í kosningaloforðum

Björn segir að Lilja hafi sett nýtt Íslandsmet í kosningaloforðum
Fréttir
Í gær

Framselja fjársvikamann úr landi – Auglýsti farsíma og húsgögn en afhenti rusl

Framselja fjársvikamann úr landi – Auglýsti farsíma og húsgögn en afhenti rusl
Fréttir
Í gær

Bjarni segir aðgerðir kennara „handahófskenndar og ósanngjarnar“

Bjarni segir aðgerðir kennara „handahófskenndar og ósanngjarnar“
Fréttir
Í gær

Tómas Ellert segir Sigmund Davíð og Bergþór aula – „Ég velti fyrir mér hvort þú sért drukkinn“ spyr oddviti Miðflokksins

Tómas Ellert segir Sigmund Davíð og Bergþór aula – „Ég velti fyrir mér hvort þú sért drukkinn“ spyr oddviti Miðflokksins
Fréttir
Í gær

Lýðræðisflokkurinn hunsaður í kappræðum Heimildarinnar og kosningastjórinn ósáttur – „Fordæmi ég svona vinnubrögð“

Lýðræðisflokkurinn hunsaður í kappræðum Heimildarinnar og kosningastjórinn ósáttur – „Fordæmi ég svona vinnubrögð“