Framsóknarflokkurinn mælist með 9,4 prósent í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins en Sjálfstæðisflokkur er skammt undan.
Langt er síðan könnun sýndi Framsóknarflokkinn svona sterkan en flokkurinn hefur verið að mælast á bilinu 5 til 7 prósent í flestum könnunum á undanförnum vikum. Könnun Félagsvísindastofnunar stingur því í stúf.
Samfylkingin mælist með 21,9 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur með 19,7 prósent, Viðreisn með 14,4 prósent, Flokkur fólksins með 10,5 prósent, Miðflokkur með 10,1 prósent, Sósíalistaflokkur með 6,1 prósent, Píratar með 4,5 prósent, Vinstri græn með 2,1 prósent, Lýðræðisflokkur með 1,2 prósent og Ábyrg framtíð með 0,1 prósent.
Könnunin var gerð dagana 28. til 29. nóvember. Tekið var 2.600 manna úrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls tóku 1.060 afstöðu til spurningarinnar.