fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Dóra Björt lætur Sjálfstæðisflokkinn fá það óþvegið – Stolt að hafa haldið honum frá völdum í borginni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjálfstæðisflokkurinn er svo örvinglaður, rökþrota og laus við svo mikið sem snefil af lausnum við þeim risastóru áskorunum sem eru að knésetja almenning í landinu að helsta bitbein flokksins í kosningabaráttunni er að níða af þeim skóinn sem saman standa að meirihlutanum í Reykjavík.”

Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata sem skipar 2. Sætið á lista flokksins í Reykjavík suður, í aðsendri grein á Vísi. Þar vandar hún Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar nú þegar kosningar eru handan við hornið. Hún segir flokkinn hafa stundað áróður sem ekki er grundvallaður á staðreyndum.

Áróðursmaskína sem aldrei sefur

„Hann er samt sem áður ítrekaður og margfaldaður vegna þess að við vitum að þessi áróðursmaskína sefur aldrei og mun ekki þagna á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið frá völdum í borginni. Enda er það ekkert sem Sjálfstæðisflokknum finnst meira pirrandi en að vera haldið frá völdum í því stóra stjórnvaldi sem Reykjavík er,“ segir hún og kveðst geta sagt það með sóma að hún er stolt af því að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum í borginni síðust ár í samstarfi við flokka sem kunna að vinna fallega saman.

„Sem berja ekki á hvorum öðrum og niðurlægja hvorn annan opinberlega eða svíkja loforð í fyrstu beygju. Við Píratar höfum á þessu ári setið í borgarstjórn í tíu ár og öll þessi tíu ár höfum við stjórnað borginni – í uppbyggilegu samstarfi fjögurra flokka sem kunna samstarf. Í vinsemd og virðingu. Í friðsæld. Það er það sem heitir að vera stjórntækur og það er ekki öllum gefið,“ segir Dóra í grein sinni.

Eina óreiðan sem vert er að tala um

Hún segir að eitt mikilvægasta hagsmunamálið fyrir Ísland í dag sé að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum á Alþingi. Bendir hún á að Píratar hafi, einir frjálslyndra flokka, útilokað með öllu samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk.

Dóra segir að eina fjármálaóreiðan sem vert er að tala um sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í ríkissjóði.

„Á sama tíma og Reykjavík mun skila árinu í plús og næsta ári í enn stærri plús upp á tæpa 2 milljarða er búið að samþykkja fjárlög ríkissjóðs með halla upp á 70 milljarða beinharðra króna á næsta ári. Skuldahlutfall og skuldir á hvern íbúa hefur í Reykjavík verið með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár, en hinum sveitarfélögunum hefur einmitt verið að megninu til stjórnað af engum öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Umræðan um að Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hefur fyrir fjármálum ríkisins lengst af síðustu ár, sé svo langsamlega bestur til þess fallinn að halda utan um veskið sama hvar hann svo sem stígur fæti niður stenst enga skoðun,“ segir Dóra Björt ákveðin.

Bendir hún máli sínu til stuðnings á húsnæðisstefnuna, efnahagskerfið og verðbólguna sem hafi ýtt undir neyðina og takmarkað getu uppbyggingaraðila til að byggja á þeim lóðum sem eru tilbúnar í uppbyggingu er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.

Vill gefa „spillingunni“ frí frá völdum

„Auðvitað vill flokkurinn ekki tala um þetta. Hvað er þá til ráða? Reykjavík og sjálfbær uppbyggingarstefna í umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu tilliti – sem reyndar er líka leiðandi uppbyggingarstefna á heimsvísu – er gerð að blóraböggli. Já ég er að tala um þéttingu byggðar. Og hún þjónar almannahag, ekki sérhagsmunum. Enda skorar hún ekki hátt hjá Sjálfstæðisflokknum.“

Dóra Björt spyr í framhaldinu hvers vegna borginni sé kennt um. „Því það er einfalt og það firrar Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð. Ríkið er risastór gerandi á húsnæðismarkaði og skapar rammann á landsvísu og þessi stefna er gjaldþrota húsnæðisstefna á forsendum sérhagsmuna. En sei sei nei, tölum ekki um það. Tölum ekki um ofurvextina. Tölum ekki um fjármögnunina, um gjaldmiðlamálin, um fullkomlega óregluvæddan leigumarkað hins Villta Vesturs þar sem fátækasta fólkinu er fórnað á altari braskara,“ segir Dóra meðal annars í grein sinni sem hún endar á þessum orðum:

„Það er kominn tími til að skipuleggja samfélagið og kerfin okkar út frá almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Sem er auðvitað stærsti ótti sérhagsmunasinna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd í Reykjavík síðustu ár og þolir það gjörsamlega ekki. Nú er kominn tími til að gefa spillingunni frí frá stjórnun landsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka