fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Böðullinn sem hengdi Eichmann er látinn: Var þjakaður af martröðum mánuðum saman

Pressan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 22:00

Shalom, til vinstri, lést í vikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shalom Nagar, ísraelskur fangavörður sem fékk það hlutverk að hengja SS-foringjann Adolf Eichmann, er látinn 86 ára að aldri. Eichmann var einn af helstu skipuleggjendum Helfararinnar en hann var líflátinn þann 31. maí árið 1962.

Eichmann flúði til Argentínu eftir ósigur Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni en var handsamaður af útsendurum Mossad, ísraelsku leyniþjónustunnar, árið 1960. Frá Argentínu var hann fluttur leynilega til Ísraels þar sem réttar var yfir honum í Jerúsalem.

Shalom var í hópi 22 fangavarða sem fengnir voru til að gæta Eichmanns meðan á réttarhöldunum stóð, og var þess sérstaklega gætt við valið á þeim að enginn þeirra hefði persónulega  ástæðu til að ráða honum bana.

Í umfjöllun Mail Online, sem rifjar upp sögu hans, kemur fram að Shalom hafi ekki viljað vera böðull Eichmanns. Hann lét til leiðast eftir að honum voru sýndar myndir af voðaverkum nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

„Mér var svo misboðið að ég samþykkti að gera það sem þurfti að gera,“ sagði Shalom í viðtali við Times of Israel árið 2005.

Eftir að Eichmann hafði hangið látinn í klukkutíma féll það í hlut Shaloms að skera hann úr snörunni. Hann rifjaði síðar upp að andlit SS-foringjans hafi verið þrútið og tungan staðið út úr munninum á honum. Hann sagðist aldrei gleyma hljóðinu sem kom úr munninum á honum þegar loftið sem var ofan í honum slapp út. Því næst fékk hann það hlutverk að flytja lík hans í brennsluofn þar sem það var brennt. Öskunni var svo dreift út í sjó.

Shalom sagði í viðtölum að þessi lífsreynsla öll hefði haft mikil áhrif á hann og hann hafi verið þjakaður af martröðum mánuðum saman eftir að hafa verið fenginn í verkið.

Shalom fæddist í Jemen en flutti til Ísraels sem munaðarleysingi 12 ára gamall, skömmu eftir að Ísraelsríki var stofnað. Hann var fallhlífarhermaður í ísraelska hernum á sínum yngri árum og starfaði svo sem fangavörður sem fyrr segir. Áratugum saman tjáði hann sig ekkert opinberlega um aðild sína að dauða Eichmanns af ótta við að nasistar myndu elta hann uppi og leita hefnda.

Hann skipti síðar um skoðun og sagðist ekki þurfa að óttast nokkurn skapaðan hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“