fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fréttir

Birtu myndband af harkalegu mannráni – Vildu þvinga hann til að skilja við eiginkonuna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn eru nú fyrir dómi í Ástralíu eftir að þeir voru ákærðir fyrir mannrán og ofbeldisbrot. Einn hinna ákærðu er bróðir eiginkonu fórnarlambsins en hann taldi að hann hefði einungis kvænst henni til að tryggja sér landvistarleyfi í Ástralíu.

Fórnarlambinu, Younis Younis, var rænt þann 11. janúar í fyrra þegar fjórir menn; Kodar Faytrouni, Safwan Hussein, Ali Hamad og Abud Elkerdi ruddust inn á heimili hans. Faytrouni, mágur Younis, skipulagði ránið og fékk hina þrjá til að aðstoða sig.

Einn úr hópnum tók upp myndband af mannráninu og var það spilað í réttarsal í Parramatta í vikunni. Á því sést meðal annars þegar Younis er tekinn hálstaki í bíl og honum haldið föstum á meðan fjórmenningarnir hóta honum öllu illu. Á sama tíma hlustaði eiginkona Younis skelkuð á aðfarirnar.

Allir fjórir hafa játað sök í málinu enda sönnunargögn saksóknara óumdeild samanber fyrrnefnt myndband.

Dómari í málinu sagði í réttarsal að það væri ljóst að mennirnir hafi viljað hafa áhrif á val systurinnar á maka og reynt að þvinga Younis til að skilja við hana. „Þessi maður og samverkamenn hans hafa augljóslega brenglað viðhorf til kvenna.“

Endanlegur dómur í málinu hefur ekki verið kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurður enn í kröppum dansi fyrir dómstólum – 245 milljón króna sekt, skilorðbundið árs fangelsi og atvinnurekstrarbann

Sigurður enn í kröppum dansi fyrir dómstólum – 245 milljón króna sekt, skilorðbundið árs fangelsi og atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir hræðsluáróður sjálfstæðismanna beinlínis rangan – væri nær að líta í eigin barm

Segir hræðsluáróður sjálfstæðismanna beinlínis rangan – væri nær að líta í eigin barm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Varað við innbrotsþjófi á Grensásvegi – „Hann reyndi að fela andlit sitt“

Varað við innbrotsþjófi á Grensásvegi – „Hann reyndi að fela andlit sitt“
Fréttir
Í gær

Ný könnun: Framsókn og Flokkur fólksins á uppleið

Ný könnun: Framsókn og Flokkur fólksins á uppleið
Fréttir
Í gær

Framselja fjársvikamann úr landi – Auglýsti farsíma og húsgögn en afhenti rusl

Framselja fjársvikamann úr landi – Auglýsti farsíma og húsgögn en afhenti rusl
Fréttir
Í gær

Nýtt rússneskt flugskeyti flaug á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur

Nýtt rússneskt flugskeyti flaug á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur
Fréttir
Í gær

Norðurkóresk flugskeyti innihalda vestræna íhluti

Norðurkóresk flugskeyti innihalda vestræna íhluti