fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Sigmar lýsir ótrúlegri þrautagöngu íslenskra foreldra fyrr í þessum mánuði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 08:03

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður Viðreisnar, lýsti ótrúlegri þrautagöngu íslenskra foreldra á Facebook-síðu sinni í gær og er óhætt að segja að frásögn hans hafi vakið mikla athygli.

„Fyrir tveimur vikum neyddust íslenskir foreldrar til þess að fara með barnið sitt í meðferð til Suður Afríku. Þetta er unglingsstúlka, ekki orðin 17 ára, sem glímir við fíknivanda og er einhverf. Ekkert úrræði er til hér á Íslandi fyrir þetta barn. Ekkert,“ sagði Sigmar.

„Og þar sem góðir foreldrar gera allt til að vernda börnin sín neyddust þau til þess að fljúga með barnið til Suður Afríku til að koma því í skjól. Þar er hjálp að fá og þar er hægt að tryggja að neyslufélagar, karlmenn yfir tvítugu, hafi ekki óæskileg áhrif á barnið sem á erfitt með að setja mörk, bæði vegna fíknivandans og einhverfunnar,“ sagði hann og hélt áfram að rekja sögu fjölskyldunnar.

Stúlkan í bráðri hættu

Hann segir að ekkert pláss hafi verið á Stuðlum þegar þangað var leitað. „Þar er löng bið. Þá getur aðstöðuleysið á Stuðlum verið barninu hættulegt því þar blandast mismunandi hópar saman með óæskilegum hætti, líkt og ítrekað hefur komið fram. Þar er ekki við starfsfólkið að sakast heldur fjársveltistefnu stjórnvalda.“

Segir Sigmar að það hafi verið mat foreldranna að stúlkan væri í bráðri hættu og að það þoldi enga bið að koma henni í burt frá neysluumhverfinu.

„Leitað var í skyndi að úrræði og það varð úr að barnið verður í Suður Afríku í meðferð næstu mánuði. Fjarri fjölskyldunni en í skjóli. Þetta er bráðavandi og honum var því miður bara hægt að mæta í fjarlægri heimsálfu. Ekki á Íslandi.“

„Ömurlegt í einu orði sagt“

Sigmar segir að góðir foreldrar á Íslandi geri allt fyrir börnin sín, allt, en það geri velferðarkerfið okkar ekki.

„Bara alls ekki. Kostnaðurinn sem fellur á foreldrana verður á bilinu ein og hálf til tvær milljónir króna. Sveitarfélagið veitir styrk sem kemur sér mjög vel en hrekkur hvergi nærri til. En svörin eru skýr frá ríkinu. Þetta úrræði er utan EES og því engan aur að fá,“ segir hann.

Sigmar segir að engu virðist skipta þótt engin sérhæfð meðferð fyrir barnið sé til á Íslandi. Horft sé fram hjá því að um bráðavanda var að ræða.

„Engu skiptir að umhyggjusamir foreldrarnir þurftu að bregðast hratt við og klippa strax á tengsl barnsins við félagsskap sem var barninu stórskaðlegur. Þetta er ömurlegt. Í einu orði sagt. Við viljum ekki vera samfélag sem sendir börn og ungmenni í afar viðkvæmri stöðu til Afríku vegna skorts á meðferðar og bráðarýmum. Og sendir feitan reikning á foreldra sem vaða eld og brennistein fyrir börnin sín.“

Sigmar segir að þetta þurfi ekki að vera svona þar sem á Íslandi sé til flott fagfólk og góð úrræði. Staðreyndin sé sú að þau eru fjársvelt.

„Fyrsta skrefið hlýtur að vera að efla það sem virkar, fjölga rýmum og hlusta vel eftir því sem fagfólkið okkar hefur að segja um velferð barnanna. Ég leyfi mér að stórefast um að velferðarhandbókin mæli með Suður Afríkuleiðinni sem valkosti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“
Fréttir
Í gær

Jónas missti góðan vin í hryðjuverkaárásinni í New Orleans – „Bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk“

Jónas missti góðan vin í hryðjuverkaárásinni í New Orleans – „Bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut