Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá leyniþjónustunni þá hafi flugskeytinu, sem er langdrægt, verið skotið á loft í Astrakhan-héraðinu og hafi hæft skotmark sitt í Dnipro 15 mínútum síðar. Segir leyniþjónustan að flugskeytinu hafi líklega verið skotið frá „Kedr“ flugskeytastöðinni.
Flugskeytið var með sex sprengiodda sem voru hver fyrir sig með sex minni sprengiodda.
Þetta er ein nýjasta flugskeytategund Rússa og segja þeir að þessi flugskeyti dragi allt að 5.000 kílómetra. Það er því hægt að skjóta þeim á stærstan hluta Evrópu og vesturströnd Bandaríkjanna.