fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Nýtt rússneskt flugskeyti flaug á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 07:30

Hér sést Oreshnik flugskeyta springa í Dnipro nýlega. Skjáskot/Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska leyniþjónustan segir að Oreshnik-flugskeytið, sem Rússar skutu á borgina Dnipro í síðustu viku, hafi flogið á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur.

Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá leyniþjónustunni þá hafi flugskeytinu, sem er langdrægt, verið skotið á loft í Astrakhan-héraðinu og hafi hæft skotmark sitt í Dnipro 15 mínútum síðar. Segir leyniþjónustan að flugskeytinu hafi líklega verið skotið frá „Kedr“ flugskeytastöðinni.

Flugskeytið var með sex sprengiodda sem voru hver fyrir sig með sex minni sprengiodda.

Þetta er ein nýjasta flugskeytategund Rússa og segja þeir að þessi flugskeyti dragi allt að 5.000 kílómetra. Það er því hægt að skjóta þeim á stærstan hluta Evrópu og vesturströnd Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins