fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Ný könnun: Framsókn og Flokkur fólksins á uppleið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maskína hefur sent frá sér nýja könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna. Fyrirtækið hafði áður boðað mikil tíðindi um fylgi Flokks fólksins frá síðustu könnun þess, sem birtist fyrir viku síðan, en fylgisaukningin er 2 prósentustig og fylgið er þar með komið í tveggja stafa tölu. Framsóknarflokkurinn bætir einnig við sig en stærstu flokkarnir dala allir.

Samfylkingin er með mesta fylgið í könnuninni, 20,4 prósent og lækkar um rúmlega 2 prósentustig frá síðustu könnun Maskínu. Viðreisn fylgir fast á eftir með 19,2 prósent og dalar um 1,7 prósentustig frá síðustu könnun. Í þriðja sæti er Sjálfstæðisflokkurinn sem fær 14,5 prósent og stendur í stað. Miðflokkurinn mælist með 11,6 prósent og dalar um 1 prósentustig.

Flokkur fólksins kemur þar á eftir með með 10,8 prósent en fékk 8,8 prósent í síðustu könnun.

Framsóknarflokkurinn bætir einnig við sig. Fær núna 7,8 prósent en mældist fyrir viku með 5,9 prósent.

Píratar bæta við sig prósentustigi fara úr 4,3 í 5,4 prósent sem ætti að duga þeim til að hljóta þingsæti.

Sósíalistaflokkurinn stendur í stað í 5 prósentum.

Vinstri grænir bæta örlítið við sig, fara úr 3,1 í 3,7 prósent.

Lýðræðisflokkurinn rekur lestina með 1,1 prósent sem er lækkun um hálft prósentustig frá síðustu könnun.

Alls svöruðu 2.617 manns könnuninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Í gær

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband