fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fréttir

Bjarni segir aðgerðir kennara „handahófskenndar og ósanngjarnar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 11:06

Bjarni Benediktsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að kennarar hafi nýtt sér verkfallsvopnið með handahófskenndum og ósanngjörnum hætti.

Þetta segir Bjarni í athugasemd sem hann skrifaði í morgun við færslu á Facebook-síðu sinni. Fyrst var greint frá þessu í kosningavakt Vísis.

Guðlaug Ýr Þórsdóttir biðlaði til Bjarna í athugasemd að stíga inn í ótímabundið verkfall kennara gagnvart leikskólabörnum.

„Hér eru foreldrar að missa vinnuna – afleiðingar fyrir okkur örhópinn eru farnar að vera verulega íþyngjandi. Á meðan miðar samningum ekkert áfram, hvenær er nóg, nóg? Eftir 2 mánuði? 3? 6? Við öskrum en hellirinn bergmálar. Og elsku litlu börnin eru að dúsa á vinnustöðum, í pössun hér og þar eða heima með örvæntingarfullu tekjulausu foreldri. Það er magnað að stjórnmálamenn ætli að horfa á þessar aðgerðir blindu auga. Ef þetta er löglegt að eitt stéttarfélag geti eyðilagt líf af handahófi þá þarf að breyta lögum. Og það strax. Við getum ekki beðið eftir nýrri ríkisstjórn,“ sagði Guðlaug í athugasemd sinni í gærkvöldi.

Bjarni svaraði í morgun og sagðist skilja áhyggjur og erfiða stöðu fjölskyldna en tók þó fram að deiluaðilar verði að klára sín mál.

„Á meðan aðilar sitja við samningaborðið þá verðum við að vona að lausn finnist. Það er svo rétt að það er slæmt að hægt sé að nýta verkfallsvopnið með svo handshófskenndum og ósanngjörnum hætti, það getur ekki gengið,“ segir Bjarni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lýðræðisflokkurinn hunsaður í kappræðum Heimildarinnar og kosningastjórinn ósáttur – „Fordæmi ég svona vinnubrögð“

Lýðræðisflokkurinn hunsaður í kappræðum Heimildarinnar og kosningastjórinn ósáttur – „Fordæmi ég svona vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Umpólun Snorra?
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna ómyrk í máli: „Við erum í raun að flytja inn fátækt“

Ásgerður Jóna ómyrk í máli: „Við erum í raun að flytja inn fátækt“
Fréttir
Í gær

Umdeild Facebook-færsla Brynhildar hvarf eftir að Morgunblaðið spurðist fyrir um hana

Umdeild Facebook-færsla Brynhildar hvarf eftir að Morgunblaðið spurðist fyrir um hana
Fréttir
Í gær

Telur minnst fjóra hafa verið á vettvangi er Geirfinni var ráðinn bani og miklu fleiri viti sannleikann í málinu

Telur minnst fjóra hafa verið á vettvangi er Geirfinni var ráðinn bani og miklu fleiri viti sannleikann í málinu
Fréttir
Í gær

Dalvíkingur lúskraði á lögreglumönnum

Dalvíkingur lúskraði á lögreglumönnum