Snorri Másson fjölmiðlamaður og frambjóðandi Miðflokksins í komandi alþingiskosningum hefur ákveðnar skoðanir sem teljast hægra megin við miðju í stjórnmálum. Hann hefur meðal annars talað um mikilvægi þess að standa vörð um íslenska tungu, lýst efasemdum um femínisma og slaufunarmenningu og meðal kjörorða hans á samfélagsmiðlinum X er „ást á ættjörðu.“ Af nokkurra ára gömlum færslum Snorra af samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) að dæma virðist sem talsverður viðsnúningur jafnvel umpólun hafi orðið á skoðunum hans en svo er alveg mögulegt að umræddar færslur, sem lýsa viðhorfum mjög ólíkum þeim sem Snorri heldur á lofti í dag, séu ritaðar í kaldhæðni. Lesendur verða að meta það sjálfir.
Samkvæmt þessari færslu er ekki svo langt síðan að Snorri horfði til vinstri í stjórnmálum ólíkt því sem nú er:
Gott fólk kýs vinstri. Vont fólk kýs hægri. Ekki ræða.
— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) October 27, 2017
Snorri virðist ekki alltaf hafa verið jafn áhugasamur um verndun íslenskunnar og hann er nú:
Það væri ekkert stórslys ef íslenskan yrði að víkja fyrir öðru tungumáli, bara nokkuð lífræn þróun. Bara súrt ef það væri eins ömurlegt tungumál og enska
— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) April 28, 2018
Snorri gagnrýndi nýlega RÚV fyrir fréttaflutning af stefnumálum Miðflokksins en einu sinni var hann mjög ánægður með miðilinn:
RÚV að breyta leiknum
— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) September 21, 2018
Sjálfstæðisflokkurinn er líklegur samstarfsaðili Miðflokksins í ríkisstjórn en væntanlega er Snorri hrifnari af fyrrnefnda flokknum en hann var áður:
Ég veit ekki hvort ég þroskist frá ári til árs. Eitt virðist vera, að ég hata Sjálfstæðisflokkinn alltaf meira með hverju árinu
— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) August 4, 2017
Takk @emmsjegauti fyrir að fara í Versló og dissa Sjálfstæðisflokkinn. Göfugt starf 🌟
— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) October 25, 2016
Einu sinni tók Snorri þátt í slaufunarmenningunni (e. cancel culture) sem hann nú gagnrýnir harðlega:
Wack að Versló hafi bókað gillz á ball
— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) May 15, 2017