fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fréttir

Umdeild Facebook-færsla Brynhildar hvarf eftir að Morgunblaðið spurðist fyrir um hana

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynhildur Bolladóttir, lögfræðingur landskjörstjórnar, skaut pólitískum skotum að Sjálfstæðisflokknum í færslu á Facebook-síðu sinni á mánudag.

Morgunblaðið fjallar um þetta í dag.

Í færslunni velti Brynhildur fyrir sér andlegu jafnvægi Sjálfstæðismanna fyrir kosningar og Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins.

„Eru Sjálfstæðismenn ekki eitthvað aðeins taugaðri en fólk hélt? Kannanirnar alveg að fara með Valhöll?“ sagði hún og deildi svo í athugasemd opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, til Snorra Mássonar sem vakti athygli á mánudag. „Er þetta ekki fyndið innlegg í taugaáfall Snorra Mássonar?“

Ástríður Jóhannesdóttir, formaður landskjörstjórnar, segist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja segja til um það hvort við hæfi sé að lögfræðingur stofnunarinnar standi í pólitísku hnútukasti á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé þó að gætt sé að hlutleysi og óhlutdrægni stofnunarinnar í aðdraganda kosninga. Nefndi hún að Brynhildur væri almennur starfsmaður sem færi ekki með ákvörðunarvald.

Bent er á það í umfjöllun Morgunblaðsins að Brynhildur hafi gegnt trúnaðarstörfum í Samfylkingunni. Tekið er fram í lok fréttarinnar að færsla Brynhildar hafi verið fjarlægð af Facebook eftir að blaðið spurðist fyrir um hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Gaf Díegó í jólagjöf
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Díegó fundinn
Fréttir
Í gær

Óskar hvetur fólk til að hafa ekki hamborgarhrygg á jólunum – Minnst viðeigandi jólamaturinn

Óskar hvetur fólk til að hafa ekki hamborgarhrygg á jólunum – Minnst viðeigandi jólamaturinn
Fréttir
Í gær

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag