fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Tómas Ellert segir Sigmund Davíð og Bergþór aula – „Ég velti fyrir mér hvort þú sért drukkinn“ spyr oddviti Miðflokksins

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 17:48

Tómas Ellert fer ekki fögrum orðum um Bergþór og Sigmund Davíð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að tilfinningar og taugar séu þandar rétt fyrir kosningar og gífuryrðin fljúga á samfélagsmiðlunum. Ekki síst hjá fólkinu í Miðflokknum og fyrrverandi meðlimum hans.

Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi oddviti Miðflokksins í Árborg sem sagði sig úr flokknum fyrir mánuði síðan, fer ófögrum orðum um flokksforystuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Er hann þar að bregðast við færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, um tillitsleysi og kjarkleysi Miðflokksins.

Segir Tómas Ellert, sem er nú orðinn yfirlýstur stuðningsmaður Framsóknarflokksins, að Össur hitti naglann á höfuðið.

„Ég myndi nú ekki alhæfa svona að allur Miðflokkurinn samanstandi af aulum en ég get vottað það ásamt fleirum að formaður flokksins og þingflokksformaður eru aular,“ segir Tómas Ellert og á þá við Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. „Aular sem fara í felur í stað þess að taka samtalið.“

Og dregur hann ekkert úr.

„Að auki er formaðurinn auli sem að fer eftir fyrirmælum stórfyrirtækja um hvernig hann eigi að haga sér gagnvart sínum flokksmönnum. Og ef hann fari ekki eftir þeim fyrirmælum að þá fái flokkurinn ekki fjárstuðning,“ segir hann. „Ég bið ykkur lesendur góðir að skoða vel uppgjör flokksins eftir kosningar. Þar munuð þið sjá hversu mikill auli formaður og þingflokksformaður Miðflokksins eru.“

Oddviti svarar fullum hálsi

Vitaskuld féll þessi færsla í grýttan jarðveg hjá sumum, einkum stuðningsmönnum Miðflokksins. Ein af þeim sem tekur til máls í athugasemdum er Hallfríður „Didda“ Hólmgrímsdóttir, oddviti flokksins í Grindavík. Hún sparar heldur ekki gífuryrðin.

„Ég velti fyrir mér hvort þú sért drukkinn Tómas Ellert að láta svona nokkuð út úr þér, og ég veit ekki einu sinni hvort að ég voni það helst eða ekki m.v. ástandið á þér þessa dagana,“ segir Didda. „Nú er ég flokksmaður og hef aldeilis aldrei upplifað það að okkur sé stýrt af einhverju auðvaldi né nokkrum á nokkurn hátt….Þetta er þér ekki til framdráttar að tala með þessum hætti en mikið sem ég er fegin að þú talir ekki svona undir merkjum Miðflokksins svo mikið er víst.“

Sjá einnig:

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar

Annar Miðflokksmaður sakar Tómas Ellert einnig um að skrifa drukkinn.

„Farðu nú að láta renna af þér, svona haga menn sér ekki alls gáðir, og láttu okkur í Miðflokknum í friði. Þér er ekki mikill sómi af þinni framkomu,“ segir hann.

Bláedrú

Hafnar Tómas Ellert því að vera undir áhrifum áfengis og segist hafa vitni.

„Til ykkar sem að ritið hér á vegginn minn að þá megið þið vita að ég er bláedrú og staddur í vinnunni. Um það geta vinnufélagar mínir vitnað,“ segir hann. „Mér er og hefur alltaf verið nkl. sama þegar að e-r er að hrauna yfir mig eða að henda í mig skít. Hef frekar haft gaman að því en ekki. Að væna e-n um að vera drukkinn eða í annarlegu ástandi og jafnvel tala um mannlegan harmleik í því sambandi er nkl. sú vörn sem að fólk í vondri stöðu fer í. Sú vörn er klassíker þegar að það er verið að reyna að gera e-n að ómerkingi. Hafið þið skömm fyir sem að komið með slíkar athugasemdir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“