Sky News skýrir frá þessu og segir að McFadden hvetji aðildarríki NATO til að „vanmeta“ ekki þá ógn sem stafar af Rússum.
Hann segir að Bretar fylgist vel með Rússum og að vitað sé að þeir séu reiðubúnir til að gera netárásir og „muni ekki hugsa sig um tvisvar“ áður en þeir gera árásir á bresk fyrirtæki.
Hann segir að Rússar hafi ráðist á bresk orkufyrirtæki og muni ekki hika við að ráðast á fyrirtæki. Allt sé þetta liður í tilraunum þeirra til að brjóta niður þau ríki sem styðja Úkraínu.
„Með netárásum geta Rússar slökkt ljósin hjá milljónum manna. Þeir geta skrúfað fyrir orkustreymið,“ sagði hann og bætti við að Bretar og bandamenn þeirra viti nákvæmlega hvað Rússar eru að gera.