fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Segir að Rússar séu reiðubúnir til gera fjölda netárása á Bretland

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 06:30

Rússneskir tölvuþrjótar eru til alls vísir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru reiðubúnir til að gera fjölda netárása á Bretland og geta „slökkt á ljósum milljóna manna“. Þetta segir Pat McFadden, sem gengur breska forsætisráðherranum næstur að völdum í ríkisstjórn landsins.

Sky News skýrir frá þessu og segir að McFadden hvetji aðildarríki NATO til að „vanmeta“ ekki þá ógn sem stafar af Rússum.

Hann segir að Bretar fylgist vel með Rússum og að vitað sé að þeir séu reiðubúnir til að gera netárásir og „muni ekki hugsa sig um tvisvar“ áður en þeir gera árásir á bresk fyrirtæki.

Hann segir að Rússar hafi ráðist á bresk orkufyrirtæki og muni ekki hika við að ráðast á fyrirtæki. Allt sé þetta liður í tilraunum þeirra til að brjóta niður þau ríki sem styðja Úkraínu.

„Með netárásum geta Rússar slökkt ljósin hjá milljónum manna. Þeir geta skrúfað fyrir orkustreymið,“ sagði hann og bætti við að Bretar og bandamenn þeirra viti nákvæmlega hvað Rússar eru að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins