Þetta segir bandaríska hugveitan Institute for the Study of War í greiningu sinni á gangi stríðsins.
Segir hugveitan að í síðustu viku hafi varnarmálaráðuneytið lagt fram drög að lagafrumvarpi sem kveður á um að ef hermenn gerast sekir um „gróf agabrot“ eða víkja sér undan skildum sínum, verði þeir að endurgreiða þær bónusgreiðslur sem þeir hafa fengið.
Pútín lýsti nýlega yfir áhyggjum sínum að langtímahorfum í rússnesku efnahagslífi og greip meðal annars til þess ráðs að lækka greiðslur til hermanna sem særast á vígvellinum.
Institute for the Study of War segir að lagafrumvarpinu sé líklega ætlað að bæta agann í hernum en hermenn kvarta mikið yfir framkomu yfirmanna sinna og segja þá fara illa með óbreytta hermenn.