fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Ólga í Mosfellsbæ vegna opnunar meðferðarheimilis fyrir unglinga – Bæjarstjóri segir upplýsingar um gæsluvarðhald í Kveik villandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 12:00

Ekki eru allir sáttir við opnun meðferðarheimilis í íbúðahverfi. Mynd/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Mosfellsbæ deila um opnun nýs meðferðarheimilis fyrir unglinga að Skálatúni. Sumir nágrannar eru uggandi og segja starfsemina ekki eiga heima í íbúðahverfi. Dreifibréfi hefur verið dreift þar sem bent er á að málið hafi aldrei verið kynnt fyrir íbúum. Bæjarstjóri segir upplýsingar í Kveik villandi og reynt sé að koma réttum upplýsingum til fólks.

„Engin grenndarkynning var áður en framkvæmdir hófust svo íbúar höfðu ekki tækifæri á að koma athugasemdum á framfæri,“ stendur í dreifibréfinu. „Óþarfi er að nefna að mikill uggur er í nágrönnum vegna þessa, enda ljóst að starfsemin geti haft í sér mikið áreiti og ónæði í för með sér, auk þess að vera til þess fallið að rýra verðgildi eignarhluta í grennd við svæðið.“

Þjónustuþorp fyrir börn

Eins og kom fram í fréttum í vikunni er um að ræða meðferðarheimili sem ætlað er að vera viðbót við greiningar- og meðferðardeild Stuðla í Grafarvogi. Meðferðarheimilið, sem heitir Blönduhlíð, stendur við Farsældartún. Þar stendur til að byggja upp þjónustuþorp fyrir börn.

Blönduhlíð er ætlað fyrir börn á aldrinum 13 til 18 ára í hegðunar og/eða fíknivanda. Heimilið verður opnara úrræði en er á Stuðlum.

Ung börn í hverfinu

Í dreifibréfinu segir að hugur standi til að flytja alla starfsemina frá Stuðlum í Skálatún, þar á meðal gæsluvarðhaldi, afplánun og öðrum meðferðarúrræðum.

„Nú þegar er verið að undirbúa sólarhrings starfsemi fyrir börn sem eru í meðferð á vegum Stuðla í einu af húsum Skálatúns,“ segir í bréfinu og vísað í umfjöllun Kveiks á RÚV um málið. Sagt er að í hverfinu búi mörg börn á leikskóla og grunnskóla aldri, sem og viðkvæmir einstaklingar og fatlað fólk. Stofnanir sem þessar eigi ekki heima í íbúðahverfi. „Það er réttur allra barna og annarra íbúa að fá að una sér utandyra áhyggjulaust.“

Miklar umræður

Í umræðuhópi Mosfellinga hafa skapast miklar umræður um bréfið og opnun hinnar nýju meðferðarstöðvar. Sumir íbúar hafa áhyggjur en aðrir sýna málinu stuðning og segja ekkert að óttast.

„Ég geri mér grein fyrir því að þessi börn eiga við vandamál að stríða og verða að fá aðstoð. Vill byrja á að taka það fram,“ segir einn maður. „Aftur á móti finnst mér svona úrræði ekki eiga heima í íbúðahverfi. Það er engum til góðs, hvorki íbúum né þeim sem sitja þar inni.“

Ásmundur Einar Daðason ráðherra mætti á opnun Blönduhlíðar. Mynd/Stjórnarráðið

„Ég myndi halda það eðlilegt að bærinn hefði grenndarkynnt svona mikla breytingu á svæðinu,“ segir ein kona.

Aðrir eru jákvæðari.

„Úff ég á ekki til orð yfir þessu bréfi!!! mikið vona ég að þessi börn fái þá þjónustu og stuðning sem þau eiga rétt á á nýjum stað,“ segir ein kona.

„Mér finnst alveg glatað að fólk sé að ala á svona ótta. Ég bý hérna rétt hjá og á tvö ung börn og þetta hræðir mig bara ekki neitt. Þetta er þvert á móti alveg frábært framtak og mjög mikilvægt skref í þessari þjónustu fyrir börn,“ segir önnur.

Bæjarstjóri segir upplýsingar í Kveik villandi

Inn í umræðurnar stígur einnig Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, sem segir misskilning í umræðunni. Gæsluvarðhald verði ekki í Skálatúni.

„Það komu því miður villandi upplýsingar fram í Kveik sem við höfum verið að reyna að leiðrétta,“ segir Regína. „Í Blönduhlíð verður meðferðardeild fyrir 5 börn í tímabundnu húsnæði og það er fyrir yngri hóp barna sem eiga við vanda að stríða.“

Bendir hún á að fimmtudaginn 5. desember verði opinn fundur um framtíðarstarfsemina að Farsældartúni sem verði auglýst rækilega. Hvetur hún fólk til að mæta og taka þátt í umræðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“