fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Íslendingur í kröppum dansi á lestarstöð í Póllandi: Tók þjófana 32 mínútur að hirða af honum 265 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hefur fallist á endurgreiðslukröfu einstaklings gegn ónefndu fjármálafyrirtæki en viðkomandi varð fyrir barðinu á óprúttnum aðilum á lestarstöð í Póllandi skömmu fyrir jólin 2022.

Maðurinn var staddur á lestarstöðinni þann 10. desember þar sem hann festi kaup á lestarmiðum í gegnum sjálfsala í almenningsrými með notkun á greiðslukorti. Voru kaupin staðfest með PIN-númeri kortsins.

Svo virðist sem kortaveski mannsins hafi verið stolið á lestarstöðinni því hann tók eftir því þegar hann ferðaðist upp á flugvöll að veskið var horfið.

Strax í framhaldinu kveðst maðurinn hafa sett sig í samband við færsluhirði til að láta loka kortinu. Taldi maðurinn líkur á að kortaveski hans hafi verið stolið í mannmergðinni þegar hann fór í flugrútu og hinir óprúttnu aðilar hafi því haft skamman tíma enda áætlað að ferðin á flugvöllinn tæki ekki nema um 40 mínútur. Taldi maðurinn að á rétt ríflega 32 mínútum hafi þjófarnir framkvæmt 15 greiðslur að fjárhæð alls 265.872 kr.

Maðurinn fór fram á að fá endurgreiðslu vegna færslnanna og tók fram að PIN-númer kortsins hafi ekki verið geymt í veskinu sjálfu. Taldi hann að hinir óprúttnu aðilar hafi fylgst með honum þegar hann keypti miðana og sló inn PIN-númerið.

Fjármálafyrirtækið í málinu hafnaði kröfum mannsins í megin dráttum en féllst á að endurgreiða þrjár snertilausar færslur sem gerðar voru með debetkorti. Hinum var hafnað meðal annars í ljósi þess að þær voru staðfestar með PIN-númeri.

Úrskurðarnefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins en meirihluti nefndarinnar féllst þó að umrætt fjármálafyrirtæki greiddi manninum alla upphæðina sem tekin var af kortinu.

„Frásögn sóknaraðila er trúverðug og að nokkru marki studd gögnum, þ.m.t. um óeðlilega notkun kortsins eftir svikin. Hún felur í sér yfirgnæfandi líkur á að sóknaraðili hafi verið fórnarlamb svikahrappa sem hafi stolið korta- og PIN-upplýsingum af honum,“ segir í niðurstöðu meirihlutans.

Í niðurstöðu minnihlutans sagði aftur á móti að rík skylda hvíli á notendum greiðslukorta að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir við notkun þeirra. Taldi minnihlutinn að viðkomandi hafi ekki gætt nægjanlegrar aðgátar þegar hann sló inn PIN-númerið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“