fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fréttir

Er það líklegt til árangurs fyrir stjórnmálaflokkana að hringja í fólk?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 14:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn er nú á lokasprettinum. Hluti af kosningabaráttunni eins og oftast áður hefur verið að stjórnmálaflokkarnir, a.m.k. sumir þeirra, hringja í fjölda kjósenda og reyna að sannfæra þá um að greiða viðkomandi flokki atkvæði sitt. Miðað við umræðuna á samfélagsmiðlum má deila um hversu líklegar til árangurs þessar símhringingar eru en af fjölda ummæla má sjá að sumir kjósendur eru ekkert sérstaklega ánægðir með að fá símtal frá flokkunum.

Líklegt má telja að símhringingar geti verið árangursríkari þegar kemur að því að ná til eldri kjósenda en það virðist vera orðið sí algengara að yngra fólk forðist símtöl og noti frekar textaskilaboð til að eiga samskipti í gegnum síma.

Misjafnt eru hversu mikið flokkarnir notast við símtöl en heyrst hefur að umfangið sé einna mest hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en þó hafa að minnsta kosti einnig Vinstri-grænir, Framsóknarflokkurinn og Píratar gert talsvert af því að hringja í kjósendur.

Miðað við ummæli á samfélagsmiðlum þá virðist hins vegar vera full tilefni fyrir flokkana að endurskoða þessa miklu notkun á símtölum:

Ég mun nánast kjósa þann flokk sem hringir EKKI í mig með þessu áframhaldi. Nenni ekki svona símtölum þegar það er mikið að gera og svo eru mörg númer þannig að ekki er hægt að fletta þeim upp á já.is.“

„Ég mun aldrei kjósa neinn flokk sem myndi hringja í mig. Þó að það væru bara tveir flokkar í framboði og hinn væri mannætu- og náriðlaflokkurinn.“

Að beita hörðu

Sumir segjast sérstaklega áhugalitlir um símtöl frá Sjálfstæðisflokknum:

„Hef ekki fengið símtöl lengi frá þeim en þegar það gerðist þá trollaði ég bara, sem varð kannski til þess að þeir hættu að hringja.“

„Fékk einmitt símtal í kvöld, greinilega eitthvað átak, spjallaði við kauða í 30 min, fyndið hversu augljóst var þegar kauði fór út fyrir handritið og síðan aftur inn. Kom reglulega með leiðandi spurningar og síðan copy paste orðræðu frá minnihlutanum í borginni, allt var Reykjavíkurborg að kenna og ef maður spurði nánar út í hlutina þá varð hann vandræðalegur og fljótur að skipta um umræðuefni en hringsólar síðan aftur að Reykjavíkurborg og meirihlutanum þar.“

Sumir segjast hafa skrifað undir lista hjá flokkunum vegna tiltekinna mála en í kjölfarið fengið hringingar fyrir hverjar kosningar og þurft að beita hörðu til að losna við símtölin.

Aðrir kjósa að beita kaldhæðni til að koma því á framfæri hversu lítill áhugi sé til staðar á símtölum frá stjórnmálaflokkunum:

„Ég er 50/50 á milli Samfó og Viðreisnar, en ég myndi 100% kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef ég fengi símtal frá þeim. Hef ekki fengið neitt símtal frá neinum flokki og það grætir mig á hverri nóttu.“

„Framsókn hringdi í mig fyrir seinustu alþingiskosningar, enginn búinn að hringja í mig fyrir þessar kosningar. Held ég gráti mig í svefn í kvöld, vill enginn fá mitt atkvæði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því
Fréttir
Í gær

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“
Fréttir
Í gær
Díegó fundinn
Fréttir
Í gær

Lukka spyr hvort læknarnir sem gagnrýna hana séu öfundsjúkir – Segir ósannar sögur ganga í lokuðum hópi lækna á Facebook

Lukka spyr hvort læknarnir sem gagnrýna hana séu öfundsjúkir – Segir ósannar sögur ganga í lokuðum hópi lækna á Facebook
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar