fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Bjartmar segir konuna sem stal kettinum Diego vera þekkta fyrir þjófnaði og ofbeldi – „Hún á ekki að ganga laus“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 19:23

Díegó á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Mynd/Facebook síða Lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson, sem gengur undir heitinu hjólahvíslarinn eftir að hafa unnið að því árum saman að endurheimta stolin reiðhjól og annað þýfi, segir að konan sem nam köttinn víðfræga, Diego, á brott úr Skeifunni, sé alræmdur þjófur og ofbeldismanneskja. „Hún á ekki að ganga laus,“ segir Bjartmar í samtali við DV en hann birti eftirfarandi færslu á Facebook:

„Þekki til þeirrar sem stal Diego. Það hafa margir undrast það að hún gangi laus, þar á meðal lögreglan. Hún er mikið í afbrotum og hefur haft uppi ógnandi tilburði. Hef sjálfur séð hana ógna manni með öxi. Heyrði hana svo státa sig af því að hafa ætt inn í Icewear og stolið dýrri úlpu. Svo fékk ég skilaboð í gær frá einni sem sagði mér að hún hafi ógnað starfsfólki í búðinni sinni. Hún er auðvitað mjög veik en er engu að síður með mjög einbeittan brotavilja. Löngu tímabært að einhver grípi í taumana þarna.“

Bjartmar greinir DV frá því að hann hafi einu sinni farið með manni einum heim til konunnar til að endurheimta stolið rafhlaupahjól. Konan hafi tekið á móti þeim með exi í hendinni. Félagi Bjartmars í þessari ferð hefur hins vegar reynslu sem dyravörður og tókst honum að taka konuna til og endurheimta hjólið.

„Samt bombaði hún exinni í hurðina og öskraði á hann. Ég var á neðri stigapallinum og lét lítið fyrir mér fara en heyrði hana svo spyrja hver væri þarna í felum. Ég bara hljóp út.“

Bjartmar segir konuna gjörsamlega stjórnlausa og lögreglumenn sem hafa rætt við hann um hana segjast ekki skilja hvers vegna hún gengur laus. Hún eigi að vera í lokuðu úrræði.

Rétt er að rifja upp tilkynninguna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær eftir að Diego hafði verið endurheimtur:

„Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn í leitirnar, en hann var tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina. Margir hafa leitað að Diego frá þeim tíma, ekki síst Dýrfinna, en það eru félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra. Ýmsar ábendingar bárust Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það leiddi til þess að lögreglan fann Diego í heimahúsi i morgun. Í framhaldinu var Diego færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu og var þar í góðu yfirlæti þangað til honum var komið í hendur eigandans. Varla þarf að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins