fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Bendir á sláandi tölur um kaupmátt á Norðurlöndunum – „Það er dýrt að vera Íslendingur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknarsetrsins CORDA, segir að það sé ekki skrítið að margir Íslendingar eyði stórum hluta ársins á Tenerife. Þó að stjórnmálamenn séu duglegir að fólki hvað það hafi það nú gott þá sýni gögnin þó að kostar töluvert að vera Íslendingur.

„Það er ekki alveg úr lausu lofti gripið þegar að stjórnmálamennirnir segja okkur að við Íslendingar höfum það gott. Þó skiptir máli við hvað er miðað,“ skrifar Þórður á Facebook, og rekur að í gagnagrunni Numbeo, heimsins stærsta gagnagrunni um framfærslukostnað, komi eftirfarandi fram:

„Leiga er 28,5% lægri og kaupmáttur (local purchasing power) 23% meiri í Stokkhólmi en Reykjavík.

Í Kaupmannahöfn er leigan 10,2% lægri og kaupmáttur 21,9% meiri en í Reykjavík.

Í Osló er leigan 27,1% lægri og kaupmátturinn 13,3% meiri en í Reykjavík.

Í Helsinki er leigan 43,2% lægri og kaupmátturinn 10% meiri en í Reykjavík.

Í Þórshöfn í Færeyjum er leigan 46,2% lægri en í Reykjavík en gagnagrunnurinn hefur ekki upplýsingar til að reikna staðbundna kaupmáttinn.“

Þó miðgildi meðallauna sé hæst hér á landi þá þurfi að meta það í samhengi við hvað það er dýrt að vera Íslendingur. Það sé enda engin furða að margir Íslendingar reyni hvað þeir geti að dvelja annars staðar, þar sem ódýrara er fyrir Íslending að lifa.

„Miðgildi meðallauna er hæst á Íslandi en kostnaðurinn við að vera Íslendingur er svo hár að allt þetta kaup kemur fyrir lítið.

Ég spyr, er ekki stóra verkefni stjórnmálanna að lækka kostnaðinn við að vera Íslendingur?

Þá er ekki er að furða að margir Íslendingar kjósi að dvelja stóran hluta ársins á Tene. Kostnaður við að lifa (cost of living) að teknu tilliti til leigu er 52% lægri í Santa Cruz en í Reykjavík. Í Bologna á Ítalíu, þar sem ég dvaldi í rannsóknaleyfi fyrir skemmstu, er kostnaðurinn við að lifa að teknu tilliti til leigu 33% lægri en í Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus