fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fréttir

Ásgerður Jóna ómyrk í máli: „Við erum í raun að flytja inn fátækt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Jóna Flosadóttir, stofnandi og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að mjög hátt hlutfall fólks sem leitar til Fjölskylduhjálparinnar sé af erlendu bergi brotið og ekki með íslenska kennitölu.

„Í allri umræðunni um þetta frábæra fólk sem kemur til landsins og vill fá að búa hér erum við í raun að flytja inn fátækt,“ segir Ásgerður í viðtali í Morgunblaðinu í dag en þar er meðal annars rætt við hana um stöðu mála nú fyrir jólin.

Ásgerður segist ekki efast um að það fólk sem kemur til landsins vilji vinna en það fái það hins vegar ekki. „Þetta er svo öfugsnúið allt hérna og þessi umræða er einhvern veginn aldrei tekin. Ef fólkið fengi að fara beint að vinna væri staðan önnur,“ segir hún en fjallað er um málið á forsíðu blaðsins í dag.

Í viðtalinu kemur hún einnig inn á það að fyrirtækin í landinu séu mjög dugleg að styðja við starfsemi Fjölskylduhjálparinnar og segist hún vera mjög þakklát fyrir það. Stjórnvöld mættu hins vegar gyrða sig í brók og gera mikið betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Gaf Díegó í jólagjöf
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Díegó fundinn
Fréttir
Í gær

Óskar hvetur fólk til að hafa ekki hamborgarhrygg á jólunum – Minnst viðeigandi jólamaturinn

Óskar hvetur fólk til að hafa ekki hamborgarhrygg á jólunum – Minnst viðeigandi jólamaturinn
Fréttir
Í gær

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag