„Í allri umræðunni um þetta frábæra fólk sem kemur til landsins og vill fá að búa hér erum við í raun að flytja inn fátækt,“ segir Ásgerður í viðtali í Morgunblaðinu í dag en þar er meðal annars rætt við hana um stöðu mála nú fyrir jólin.
Ásgerður segist ekki efast um að það fólk sem kemur til landsins vilji vinna en það fái það hins vegar ekki. „Þetta er svo öfugsnúið allt hérna og þessi umræða er einhvern veginn aldrei tekin. Ef fólkið fengi að fara beint að vinna væri staðan önnur,“ segir hún en fjallað er um málið á forsíðu blaðsins í dag.
Í viðtalinu kemur hún einnig inn á það að fyrirtækin í landinu séu mjög dugleg að styðja við starfsemi Fjölskylduhjálparinnar og segist hún vera mjög þakklát fyrir það. Stjórnvöld mættu hins vegar gyrða sig í brók og gera mikið betur.