fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Sverrir spyr hvort Íslendingar séu heimskasta þjóð í heimi – Segir þessar 6 vísbendingar benda til þess

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Björnsson, hönnuður, óttast að Íslendingar séu heimskasta þjóð í heimi, eða í það minnsta með þeim heimskari ef slíkt væri almennt mælt. Hann færir rök fyrir þessar ályktun sinn í í aðsendri grein á Vísi þar sem hann nefnir sex atriði sem hann telur benda til flónsku þjóðarinnar.

Fyrstu þrjú atriðin varða auðlindir Íslands og þann mikla fjölda ferðamanna sem hingað kemur.

„Heimska er flughált hugtak en það vill svo vel til að höfundur er þar á heimavelli. Ég ætla því bara að nefna 6 vísbendingar en láta þig um að meta stöðuna.

1. Við Íslendingar framleiðum mest af rafmagni í heiminum miðað við höfðatölu. 15 sinnum meira á mann á ári en meðaltal heimsins. (2023)

2. Við veiðum 1.6 % af villtum fiski í heiminum. (2022.) Við erum 0.0047% mannkyns.

3. Það komu hingað 5.79 ferðamenn á hvern Íslending árið 2023. Frakkland sem fær flesta ferðamenn allra ríkja heimsins fékk sama ár 1.49 ferðamann á hvern íbúa.“

Orkan okkar, fiskurinn okkar, landið okkar.“ 

Næstu þrjú atriði tengist svo aðstæðum á Íslandi, sem þrátt fyrir orkuna, fiskinn og landið, mættu vera betri.

„Þá er það seinni hluti listans sem líka þarf að senda inn í keppnina ef við ætlum okkur að vinna. Listinn gæti verið lengri en þetta er bara stuttur útdráttur fyrir dómnefndina. Þig.

4. Þrettán prósent íslenskra barna eru fátæk.

5. Það eru langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu. (30 mánaða bið eftir greiningu á barni sem þarf stuðning er dæmi sem heyrði ég í dag.) Öfugt við nágrannalöndin er okkar kerfi ekki gjaldfrjálst.

6. Félagslegar íbúðir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi í Vestur Evrópu. Íbúar landsins sem eiga ekki mikinn pening eru á valdi fjármagnseiganda, vaxtaokurs og brasks.

Börnin okkar, veikasta fólkið okkar, gamla fólkið okkar.“

Að þessu gættu bendir Sverrir á að tvö þjóðskáld Íslands, sem hann tilgreinir með skammstöfunum EB og HL, og á þá eflaust við Einar Ben og Halldór Laxness, hafi talað um heimsku á þeim nótum að heimskir væru þeir sem horfa aðgerðarlausir á lífsbjörgina synda framhjá sér og að sá í akur óvinar síns allt sitt líf. Nú þurfi Íslendingar að muna að á kjördag fá þeir valdið aftur í sínar hendur, þó það sé aðeins um stund.

„Sérhagsmunagæslu gengið er tilbúið, hoppandi spennt að halda áfram. Næst á að gefa firðina okkar og stela rokinu okkar.

Þjóð sem hefur alltaf haft það í fangið mun sakna þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Martröð í París: Óprúttnir aðilar hirtu rúma hálfa milljón af debetkorti Íslendings – Góðverkið dró dilk á eftir sér

Martröð í París: Óprúttnir aðilar hirtu rúma hálfa milljón af debetkorti Íslendings – Góðverkið dró dilk á eftir sér
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Úrvalssveitir“ Rússa sagðar vera veikburða og úreltar

„Úrvalssveitir“ Rússa sagðar vera veikburða og úreltar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna

Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna