fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Segir Kára hafa oft hótað sér barsmíðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 12:35

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson fjölmiðlamaður og frambjóðandi Miðflokksins svarar gagnrýni Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar fullum hálsi en Snorri segir Kára hafa oftar en einu sinni hótað sér barsmíðum.

Tilefnið er svargrein Kára á Vísi vegna gagnrýni Snorra á fréttaflutning RÚV af stefnumálum Miðflokksins. Sagði Kára RÚV hafa farið rétt með stefnumál Miðflokksins og hann hafi raunar rætt þessa ólund Snorra í draumi við föður sinn Stefán Jónsson, sem var í lifanda lífi fréttamaður RÚV og þingmaður Alþýðubandalagsins:

„Í gær dreymdi mig að ég sat með föður mínum heitnum og ég var að segja honum hvað mér fyndist það undarlegt að þú kenndir RÚV um stefnumál Miðflokksins eða í það minnsta þann sársauka sem þau valda þér. Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann. Og síðan: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða.“

Hótun

Í svari sínu sem Snorri birtir bæði í formi aðsendrar greinar á Vísi og á Facebook síðu sinni segir hann það boða gott fyrir framboð Miðflokksins að Kári hafi fengið heimsókn að handan vegna þess. Snorri segir að RÚV sé misnotað og rifjar síðan upp fyrstu kynni sín og Kára:

„RÚV hrósar jafnaðarhugsjón Samfylkingarinnar og þú segir jöfnuð sjálfsagt mál. Rifjast þá upp fyrir mér okkar fyrstu kynni. Þau urðu á kaffihúsi í miðbænum að vori fyrir sléttum tíu árum, þar sem ég sat í sakleysi mínu og las undir próf. Hringlaga kaffihúsborðin voru svo lítil að ég hafði tekið undir mig tvö, annað fyrir fartölvuna og hitt fyrir bækur og kaffi.

Kaffihúsið var fullsetið og þegar þú hafðir fengið þinn bolla leistu yfir salinn í leit að borði. Þú komst fljótt auga á það hvernig þessi ósvífni menntaskólanemi hafði skipað sínum málum, þér misbauð óréttlætið, gekkst þá til mín og gerðir skýrt tilkall til annars borðsins míns. Raunar var þér svo í mun að framfylgja réttlætinu að þú hótaðir mér því kurteislega að komið gæti til barsmíða ef ég yrði ekki að ósk þinni. Mér var ekki stætt á öðru en að fallast á skilmálana. Áttum við sessunautar í kjölfarið vinalegt samtal um suðurameríska ljóðlist. Þetta var þín jafnaðarhugsjón í verki.“

Þessi hótun um slagsmál segir Snorri að Kári hafi endurtekið oftar en einu sinni:

„Frá okkar fyrstu kynnum, þegar þér rétt tókst að hemja jafnaðarhugsjónina á kaffihúsinu, hefur þú oftar vakið athygli mína á möguleikanum á að það komi til handalögmála okkar á milli. Við höfum þó ekki látið verða af því. Því miður verður það sífellt ólíklegra enda stefni ég á þingsetu og við í Miðflokknum leggjum nú sérstaka áherslu á háttprýði í allri okkar framgöngu.

Athugaðu þó að ég veigra mér síst við viðureigninni sökum aldursþróunar þín megin. Þú verður hraustari með hverju árinu. Er það mikil gæfa, enda er ljóst að þér mun endast aldur til þarfra verkefna.“

Snorri segir að lokum að almenn aðdáun á Kára hafi farið minnkandi vegna frammistöðu hans í Covid-faraldrinum og að málflutningur Miðflokksins muni eldast betur en hinn heilsuhrausti Kári, sem er á áttræðisaldri.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Í gær

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið