fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 11:50

Karl Gauti var ekki sáttur með uppátækið. Mynd/Facebook-síða Gullbrár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmdir hafa verið unnar á myndum af frambjóðendum Miðflokksins í Suðurkjördæmi en frá þessu greinir Kristófer Máni Sigursveinsson, formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á Facebook-síðu hreyfingarinnar.

„Það vakti athygli í Suðurkjördæmi þegar auglýsingar með myndum af frambjóðendum Miðflokksins voru skemmdar með eggjakasti. Þetta er alvarlegur atburður sem vekur spurningar um það hversu langt sumir eru tilbúnir að ganga til að bæla niður málefnalega umræðu,” segir í færslu Kristófers.

Víkurfréttir greindu frá málinu í gær en um er að ræða myndir sem prýða Hafnargötu 60 í Keflavík. Höfðu Víkurfréttir eftir Karli Gauta Hjaltasyni, fyrsta manni á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, að hann kysi nú frekar að geta átt málefnalegar umræður en þetta.

„Þetta athæfi er ekkert annað en ofbeldi – tjón á eignum og andlegt álag fyrir þá sem verða fyrir slíkum árásum. Miðflokkurinn hefur verið óhræddur við að taka á erfiðum málefnum, ekki síst í tengslum við útlendingamál, og leggur áherslu á opna og málefnalega umræðu. En þessi árás sýnir það svart á hvítu að ekki allir virða lýðræðislegar leikreglur,“ segir Kristófer í færslunni sem birtist í morgun.

„Hvers vegna eru ákveðnir hópar svona óttaslegnir við umræður um stefnu í útlendingamálum? Þegar rökin duga ekki er stundum gripið til slíkra aðgerða. Slíkt er ekki bara sorglegt, heldur einnig hættulegt fyrir lýðræðislega umræðu,“ bætir hann við.

Hann segir að Gullbrá fordæmi þessi skemmdarverk harðlega.

„Lýðræðislegt samfélag grundvallast á virðingu og frelsi til að tjá skoðanir, hvort sem fólki líkar þær skoðanir eða ekki. Við skorum á alla að standa saman gegn slíku ofbeldi og halda áfram að ræða málin af yfirvegun og virðingu. Samfélag okkar á betra skilið en að sjá þetta. Lýðræðið verður að sigra, ekki ofbeldið. Miðflokkurinn mun ekki láta slíkt atferli stöðva sig í að tala fyrir stefnumálum sínum og halda áfram að vera málefnalegur kostur í íslenskum stjórnmálum,” segir Kristófer að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“