fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Hver yrði besti forsætisráðherrann? Sjáðu hvað landsmenn segja

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 12:30

Kristrún, Þorgerður og Sigmundur Davíð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir telja að Kristrún Frostadóttir yrði besti forsætisráðherrann að loknum kosningum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu sem framkvæmd var dagana 15. til 20. nóvember síðastliðinn. Svarendur voru 1.454 talsins.

Samkvæmt niðurstöðunum telja 27,3% aðspurðra að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, yrði besti forsætisráðherrann. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 21,3% fylgi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er svo í þriðja sæti með 13,6% fylgi og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, er í 4. sætinu með 10,3% fylgi. Þar á eftir koma svo Sigurður Ingi Jóhannsson (6,6%), Inga Sæland (4,6%), Sanna Magdalena Mörtudóttir (4,6%), Svandís Svavarsdóttir (2,7%), Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (2,0%), Arnar Þór Jónsson (1,6%) og lestina rekur Jóhannes Loftsson (0,4%). Fimm prósent nefndu engan af ofantöldum.

Kristrún nýtur einnig mest trausts í stól fjármála- og efnahagsráðherra en 37,4% telja að hún yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (14,3%) og Bjarni Benediktsson (14,0%). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (9,5%), Inga Sæland (5,5%) og Sigurður Ingi Jóhannsson (5,2%) koma þar á eftir.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, Svandís Svavarsdóttir, Arnar Þór Jónsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jóhannes Loftsson koma svo í næstu sætum þar á eftir – öll með innan við 5% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna

Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu
Fréttir
Í gær

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Í gær

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Í gær

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu