Samkvæmt niðurstöðunum telja 27,3% aðspurðra að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, yrði besti forsætisráðherrann. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 21,3% fylgi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er svo í þriðja sæti með 13,6% fylgi og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, er í 4. sætinu með 10,3% fylgi. Þar á eftir koma svo Sigurður Ingi Jóhannsson (6,6%), Inga Sæland (4,6%), Sanna Magdalena Mörtudóttir (4,6%), Svandís Svavarsdóttir (2,7%), Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (2,0%), Arnar Þór Jónsson (1,6%) og lestina rekur Jóhannes Loftsson (0,4%). Fimm prósent nefndu engan af ofantöldum.
Kristrún nýtur einnig mest trausts í stól fjármála- og efnahagsráðherra en 37,4% telja að hún yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (14,3%) og Bjarni Benediktsson (14,0%). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (9,5%), Inga Sæland (5,5%) og Sigurður Ingi Jóhannsson (5,2%) koma þar á eftir.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, Svandís Svavarsdóttir, Arnar Þór Jónsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jóhannes Loftsson koma svo í næstu sætum þar á eftir – öll með innan við 5% fylgi.