fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Hugsanlegt að talið verði á sunnudagskvöld – Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi fylgist með veðrinu

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 13:40

Veðrið er ekki alltaf svona gott á Akureyri. Mynd/NorthIceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi er reiðubúin að óska eftir að kjörfundur standi til sunnudags ef veður verða þannig á laugardag að kjósendur komist illa á kjörstað. Ef það myndi gerast yrðu atkvæði ekki talin fyrr en á sunnudagskvöld.

Austurfrétt greinir frá þessu.

Eins og greint var frá í gær er útlit fyrir slæmt veður um allt land en sérstaklega á norðanverðu landinu. Úrkomu í formi snjókomu eða slyddu og hvassri norðaustanátt. Upphaflega var talið að veðrið yrði hvað verst á Ströndum og norðanverðum Tröllaskaga en nú lítur út fyrir að veðrið verði hvað verst á norðaustanverðu landinu og gangi ekki niður fyrr en á sunnudagsmorgun.

Yfirkjörstjórn fylgist náið með veðurspám og undirbýr viðbragð ef að þær verstu raungerast. Landskjörstjórn tekur hins vegar endanlega ákvörðun um framkvæmdina.

Í Norðausturkjördæmi er talið á Akureyri, en heimild er til þess að kjósa á tveimur öðrum stöðum ef svo ber undir. Aldrei hefur reynt á þetta. Hingað til hafa kjörgögn verið flutt til Akureyrar alls staðar af kjördæminu, svo sem frá Grímsey, Tröllaskaga, Langanesi og Austfjörðum.

Ekki má byrja að telja atkvæði fyrr en kjörfundi er lokið. Verði kjörfundur framlengdur til sunnudags er ljóst að ekki verður af kosningavöku á laugardagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Í gær

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“