fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 12:30

Ferðalag um Ísland þarf ekki að kosta annan handlegginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er almennt séð á meðal dýrustu ferðamannalanda í heimi. Engu að síður er hægt að halda kostnaði niðri á ferðalögum um landið. Kanadískir ferðamenn sýndu fram á að hægt er að skoða alla helstu ferðamannastaði landsins á einni viku fyrir aðeins um 74 þúsund krónur á haus.

„Það sem er sagt um að ekkert sé ódýrt á Íslandi er rétt en það er hægt að halda kostnaðinum niðri en samt eiga ótrúlegt frí,“ segir kanadískur ferðamaður á samfélagsmiðlinum Reddit. Sýnir hann hvernig fjögurra manna hópur fullorðinna náði að sjá allt það helsta á Íslandi fyrir aðeins 3017 Kanadadollara, eða um 296 þúsund krónur. Það er 74 krónur á haus.

Engin leiðsögn og litlar tryggingar

Fyrir þennan pening náði hópurinn að skoða Bláa lónið, Seljalandsfoss, Gljúfrabúa, Fjarðargljúfur, Reynisfjöru, Jökulsárlón, Eldhraun við Kirkjubæjarklaustur, Dyrhólaey, Skógafoss, Gullfoss, Geysi, Þórufoss, Ytri Tungu (þar sem voru selir), Gatklett, Kirkjufell, Kirkjufellsfoss, miðborg Reykjavíkur og ýmislegt fleira.

Hópurinn dvaldi hér í sex nætur, leigði jeppling og keyrði alls um 1700 kílómetra.

Sjá einnig:

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“

„Við fórum í allar ferðirnar með eigin leiðsögn og borguðum ekki fyrir neinar ferðir. Við þurftum að kynna okkur staðina vel fyrir ferðina,“ segir ferðamaðurinn. „Það er einnig mikilvægt að taka það fram að við keyptum engar auka tryggingar en vorum með tryggingar í gegnum greiðslukortin okkar.“

Splæstu í Bláa lónið

Fyrstu og síðustu nóttina dvaldi hópurinn á CityHub hótelinu í Reykjavík, aðra nóttina á gistiheimilinu Reynisvöllum nálægt Breiðamerkursandi, þriðju á The Barn í Vík í Mýrdal, fjórðu á Hótel Laugarvatni og fimmtu á Grundarfjörður HI Hostel.

„Við splæstum á okkur og fórum í Bláa lónið. Það voru okkar mestu útgjöld,“ segir ferðamaðurinn sparsami. „Við fórum aðeins einu sinni út að borða og fórum einu sinni á barinn í drykk (gætu hafa verið fleiri, þeir voru ekki svo dýrir). Við tókum snarl og venjulegan mat með okkur að heiman (makkarónur og ost, núðlusúpur). Fyrsta daginn fórum við í Costco og keyptum stóran poka af smjördeigshornum (croissant) og fulleldaða kjúklinga, sem dugði okkur í dágóða stund.“

Sundurliðun kostnaðar

Þá sundurliðar hann kostnaðinn í ferðinni hjá hópnum í íslenskum krónum.

Gisting: 137.606 (34.412 á haus)

Internet: 7.857 (1.964)

Bílaleiga: 42.823 (10.706)

Bensín: 41.448 (10.362)

Bílastæði: 7.366 (1.842)

Sundlaugar: 5.107 (1.277)

Veitingastaðir (hamborgarar og franskar en engir drykkir): 7.170 (1.793)

Kokteilar á bar: 8.643 (2.161)

Matur og drykkur í verslun: 38.305 (9.576)

Samanlagt: 296.329 (74.082)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum
Fréttir
Í gær

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakamál ársins III: Morðaldan náði hámarki og ný gögn komu fram í Geirfinnsmálinu

Sakamál ársins III: Morðaldan náði hámarki og ný gögn komu fram í Geirfinnsmálinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Carlsen brjálaður og hætti í heimsmeistaramótinu í New York eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum

Carlsen brjálaður og hætti í heimsmeistaramótinu í New York eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum