Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint frá því að kötturinn Díegó sem numinn var á brott um helgina úr Skeifunni sé fundinn.
Í tilkynningu frá embættinu segir að margir hafi leitað að Díegó frá þeim tíma, ekki síst Dýrfinna, félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra. Ýmsar ábendingar hafi borist Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það hafi leitt til þess að lögreglan fann Díegó í heimahúsi i morgun. Í framhaldinu hafi Díegó verið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu og verið þar í góðu yfirlæti þangað til honum var komið í hendur eigandans. Varla þurfi að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir.