fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 08:00

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Stefán K

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, gæti átt yfir höfði sér sekt eftir umdeilda tilraun til fyndni á Facebook.

Vísir greindi frá því í gærmorgun að Dagur hefði hvatt alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika nafn sitt út á kjörseðlinum. Hann gat þess hins vegar ekki að með því að gera slíkt ógildist atkvæði viðkomandi því aðeins er hægt að breyta þeim lista sem maður kýs.

Morgunblaðið segir frá því í dag að samkvæmt 136. grein kosningalaga séu villandi kosningaupplýsingar sakamál og varða sektum, liggi ekki þyngri refsing við samkvæmt öðrum lögum. Þá sé það brot á 103. grein hegningarlaga verði maður valdur að því með sviksamlegum hætti að atkvæði annars manns ónýtist.

Eins og fram kom í frétt Vísis í gær lét Dagur umrædd ummæli falla á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar, tengdaföður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Sagði Baldvin að nú mætti auka inntöku D-vítamíns í eina viku, taka eina töflu fyrir svefninn og eina áður en maður vaknar.

Dagur skrifaði athugasemd við færsluna en hvatti Baldvin til að vara sig á of miklu D-vítamíni. Magnús Rúnar Kjartansson spurði í athugasemd við færslu Dags:

„Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“

Svaraði Dagur Magnúsi fullum hálsi og sagði: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“

Dagur hefur sjálfur sagt að þetta hafi verið tilraun til fyndni en lögmenn sem Morgunblaðið ræddi við segja að engu að síður kynni hann að sæta sekt verði málið kært. Um væri að ræða alvörumál um framkvæmd kosninga og Dagur ætti að vita betur með alla sína reynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“