fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Birna Dröfn Jónasdóttir átti bókaðan veislusal hjá Blackbox Pizzeria á föstudaginn. Enginn hjá fyrirtækinu hafði þó fyrir því að segja henni að fyrirtækið hefði skellt í lás deginum áður. Þessu þurfti Birna að komast að sjálf þegar hún mætti á föstudaginn, með allan veislubúnaðinn og átti von á 40 gestum. Birna rekur raunir sínar í færslu á Facebook.

Þar deilir Birna frétt um lokun fyrirtækisins og bendir á að þar sé tekið fram að um fyrirvaralausa bókun hafi verið að ræða og viðskiptavinir komið að læstum dyrum. Hún rekur að hún hafi verið ein þessara viðskiptavina.

„Ég átti bókaðan veislusal þarna á föstudaginn fyrir veislu sem átti að byrja klukkan 19 og hafði verið bókuð með mjög góðum fyrirvara. Ég mætti og skoðaði salinn á mánudeginum, við ræddum hvenær ég mætti koma og skreyta, hvernig fyrirkomulagið á veislunni væri o.s.frv.

Þegar ég svo mætti á tilætluðum tíma, eftir hádegi á föstudaginn, klyfjuð skreytingum, kareoke-græju, gasblöðrum, photobooth og ég veit ekki hverju og hverju var allt læst og enginn inni. Ég reyndi að hringja um allt og senda pósta en fékk engin svör…um 14:30 náði ég loksins í mann sem tengist þessum stað, hann sagði mér að staðnum hefði verið lokað deginum áður og að ég þyrfti bara að finna annan stað…ekki einu sinni sorry…“

Voru þá góð ráð dýr. Veislan átti að byrja fjórum tímum síðar og Birna í erfiðri stöðu. Enginn salur, enginn matur og engir drykkir fyrir gestina 40. Sem betur fer tókst að redda málum í tæka tíð og veislan heppnaðist vonum framar. Birna veltir því þó fyrir sér hvort það hefði drepið rekstraraðila BlackBox að láta vita.

„Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita? Ekkert eðlilega léleg vinnubrögð að mínu mati“

Ekki liggur fyrir hvort um tímabundna lokun er að ræða eða ekki en forráðamenn félagsins hafa boðað yfirlýsingu í vikunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins