fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Ellert Tómasson, sem sóttist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi en sagði sig svo úr flokknum fyrir mánuði síðan, lék sína gömlu félaga grátt í gærkvöldi þegar hann kostaði færslu á Facebook-síðu flokksins í Suðurkjördæmi.

Færslan sem um ræðir innihélt opið bréf Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, til Snorra Mássonar, oddvita flokksins í Reykjavík suður en óhætt er að segja að þar hafi Kári sagt Snorra til syndanna.

„Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er,“ sagði Kári í bréfi sem birtist á Vísi síðdegis í gær.

Var enn með Facebook-réttindin

Tómas virðist enn hafa verið með stjórnunarréttindi á Facebook-síðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi þó hann væri hættur í flokknum því hann gat kostað frekari dreifingu á færslunni.

Miðflokkurinn  í Suðurkjördæmi vakti athygli á þessu í gærkvöldi sem og fréttavefur Vísis.

Í færslu Miðflokksins sagði:

„Tómas Ellert Tómasson birti fyrr í kvöld kostaða færslu frá þessari Facebook-síðu, tæpum fjórum vikum eftir að hann sagði sig úr Miðflokknum og gekk í kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur, oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi lítur málið alvarlegum augum. Tómas Ellert hefur verið fjarlægður af Facebook síðunni en annir í kosningabaráttu höfðu komið í veg fyrir að kjördæmafélagið gengi fyrr í málið. Miðflokkurinn treystir fólki og Tómas Ellert brást því trausti í kvöld.

Tómas Ellert deildi hlekk á grein Kára Stefánssonar sem birtist á Vísi fyrr í dag og snerist um frambjóðanda Miðflokksins í Reykjavík, Snorra Másson. Tómas Ellert skrifaði með færslunni: „Opið bréf til Snorra Mássonar. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni.“

Tómas lét ekki þar við sitja heldur kostaði færsluna sérstaklega til að fá aukna dreifingu.

Leitt er að sjá fyrrum samflokksmann til margra ára, kjörinn fulltrúa og frambjóðanda sigla undir fölsku flaggi á vettvangi þar sem hann áður gegndi trúnaðarstörfum.“

Ekki traustsins verðir

Tómas Ellert svaraði færslu Miðflokksins fullum hálsi þar sem hann gekkst við að hafa kostað frekari dreifingu. Hann hafnaði því þó að hafa siglt undir fölsku flaggi.

„Hér var enginn að sigla undir fölsku flaggi þar sem að mér er fullkunnugt um að nafn þess aðila sem að kostar auglýsingu á FB mun sjást. Það ætti ég nú að vita hafandi kostað auglýsingar á þessari síðu í bráðum átta ár og kostað úr mínum vasa fyrir hundruð þúsunda.“

Tómas kvaðst sjálfur líta það mjög alvarlegum augum að fyrrum félagar hans í Miðflokknum séu illa áttaðir og fylgist ekkert með því sem gerist í kringum þá.

„Þingflokkurinn mætir ekki í atkvæðagreiðslur á þingi og veit ekkert hvað hefur verið samþykkt þar og ekki mættu þeir sem framboðslistann skipa í Suðurkjördæmi, einu sinni við skóflustungu á nýju Selfossbrúnni. Þannig að ég vildi nú bara af gæsku minni smella þessu opna bréfi Kára til Snorra á síðuna svo að þið gætuð nú að minnsta kosti látið Snorra vita af þessu opna bréfi því það virðist sem að einhvern veginn að allt fari fram hjá ykkur þessa dagana m.a.s. að oddviti eins listans ykkar er á öndverðri skoðun við það sem þið hafið áður látið frá ykkur varðandi landbúnaðarmál þó hún sé sammála ykkur um að vera tilbúnir að selja Landsvirkjun (það hefur ekki komið leiðrétting frá ykkur varðandi það atriði á síðu viðskiptaráðs svo það heldur líklegast). Annað vakti nú ekki fyrir mér elsku ljúflingarnir mínir og krútt,” sagði Tómas sem klykkti út með þessum orðum:

„Það er nú varla hægt að bregðast trausti þess eða þeirra sem eru ekki traustsins verðir.“

Valdabarátta að tjaldabaki

Eins og DV greindi frá í október síðastliðnum setti valdabarátta að tjaldabaki svip sinn á störf Miðflokksins í Suðurkjördæmi á haustmánuðum. Tómas Ellert sóttist eftir oddvitasæti flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar en fylgismenn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, voru sagðir berjast af krafti gegn framboði Tómasar.

Kom fram að þessi valdabarátta væri talin tengjast átökum Tómasar Ellerts við Leó Árnason, eiganda fasteignafélagsins Sigtúns, sem rekur nýja miðbæinn á Selfossi, en Tómas greindi frá því á sínum tíma að Leó hefði reynt að múta honum með fjárhagsaðstoð í kosningabaráttu Miðflokksins á Selfossi gegn því að flokkurinn félli frá því að bærinn gerði tilboð í gamla Landsbankahúsið á Selfossi.

Svo fór að Karl Gauti varð oddviti flokksins í kjördæminu og í kjölfarið ákvað Tómas Ellert að segja sig úr flokknum og ganga „óflokksbundinn“ til kosninga eins og hann sagði sjálfur á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“