fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 25. nóvember 2024 21:30

Ekki er það beisið. Mynd/Veðurstofa Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir mjög hvumleitt veður á kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Töluverða úrkomu í formi rigningar, slyddu eða snjókomu um allt land og víða mikils hvassviðris.

Flestir Íslendingar þekkja það að taka þurfi laugardagsspá á mánudegi með nokkrum fyrirvara. Veður eru válynd á veturna á Íslandi en fljót að breytast.

Veðurstofa Íslands spáir að almennt verði norðaustanátt á kjördag með snjókomu eða slyddu norðanlands en rigningu við suðurströndina og heldur hlýnandi veðurfari.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð snjókomu eða slyddu um nóttina og morguninn en eftir hádegið rigningu. Vindur hins vegar undir 10 stigum.

Veðrið er víða verra á landsbyggðinni sem er ekki nógu gott því koma þarf atkvæðum langa leið, til Borgarness, Akureyrar og Selfoss. Hugsanlegt er þó að talið verði á fleiri stöðum ef veður hamlar samgöngum.

Að óbreyttu er versta veðrinu spáð á norðanverðum Vestfjörðum, Ströndum og norðanverðum Tröllaskaga. Stífri norðaustanátt í um og yfir 20 stigum með snjókomu eða slyddu.

Veðrið er lítið skárra í norðanverðum Þingeyjarsýslum og í Grímsey. Í Vestmannaeyjum verður einnig stíf austanátt en hlýrra og úrkoman í formi rigningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“