fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 25. nóvember 2024 21:30

Ekki er það beisið. Mynd/Veðurstofa Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir mjög hvumleitt veður á kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Töluverða úrkomu í formi rigningar, slyddu eða snjókomu um allt land og víða mikils hvassviðris.

Flestir Íslendingar þekkja það að taka þurfi laugardagsspá á mánudegi með nokkrum fyrirvara. Veður eru válynd á veturna á Íslandi en fljót að breytast.

Veðurstofa Íslands spáir að almennt verði norðaustanátt á kjördag með snjókomu eða slyddu norðanlands en rigningu við suðurströndina og heldur hlýnandi veðurfari.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð snjókomu eða slyddu um nóttina og morguninn en eftir hádegið rigningu. Vindur hins vegar undir 10 stigum.

Veðrið er víða verra á landsbyggðinni sem er ekki nógu gott því koma þarf atkvæðum langa leið, til Borgarness, Akureyrar og Selfoss. Hugsanlegt er þó að talið verði á fleiri stöðum ef veður hamlar samgöngum.

Að óbreyttu er versta veðrinu spáð á norðanverðum Vestfjörðum, Ströndum og norðanverðum Tröllaskaga. Stífri norðaustanátt í um og yfir 20 stigum með snjókomu eða slyddu.

Veðrið er lítið skárra í norðanverðum Þingeyjarsýslum og í Grímsey. Í Vestmannaeyjum verður einnig stíf austanátt en hlýrra og úrkoman í formi rigningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Í gær

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Í gær

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar