fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fréttir

Ung kona í Hafnarfirði ákærð fyrir stórfellda líkamsárás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. nóvember 2024 16:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært tvítuga konu í Hafnafirði fyrir árás sem konan framdi árið 2022, þegar hún var á átjánda ári.

Konan er ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á aðra konu innandyra í íbúð með ónefndu heimilisfangi. Hún er sögð hafa veist að konunni með því að hrinda henni og taka með báðum höndum í úlpu brotaþolans og ýta henni ítrekað að útidyrahurðinni. Síðar er brotaþoli var sest í sófa inni í herbergi togaði ákærða í fætur hennar þannig að hún datt úr sófanum og lenti á rassinum. Því næst er hún sögð hafa dregið hana um íbúðina og reynt að skella höfði hennar í vegg í stofunni. Síðan segir í ákæru:

„Í framhaldinu fór A aftur inn í herbergi og settist í sófa en þá kom ákærða til hennar og ýtti höfði hennar aftur á bak þannig að það rakst í gluggakistuna og í framhaldinu reif ákærða í hár A og barði höfði hennar ítrekað í gluggakistuna. Loks veittist ákærða enn frekar að A inni í íbúðinni með því að grípa í hár hennar og axlir og slá henni utan í veggi og hurðar. Afleiðingar árásarinnar voru þær að A hlaut klórför í hársverði og á hálsi, 3-4 kúlur í höfuðleðri, aðallega í hnakka, eymsli yfir vinstra kinnbeini og vinstri neðri kjálka og kjálkalið, eymsli í hnakkavöðvafestum og vöðvum hálshryggjar og skerta hreyfigetu um hálshrygg vegna stífleika, eymsli neðanvert yfir mjóbaki, eymsli á vinstri lærlegg, gat á hljóðhimnu hægra megin, áberandi minnkaðan kraft í vinstri fæti og minnkað snertiskyn í vinstri fæti (helftarlömun), mar á utanverðum hægri framhandlegg, klórför og skrámur á hægra handarbaki, bólgu og eymsli á dálkshnyðju, tognun og ofreynslu á axlarlið, lendarhrygg, mjaðmagrind, ökkla, hálshrygg og hné, auk ógleði og heilahristings. Hefur varanlegur miski A vegna árásarinnar verið metinn 35 stig og varanleg örorka 40%.“

Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd brotaþola er farið fram á miskabætur að fjárhæð fimm milljónir króna.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar