fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

„Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, segir að óvenjumikill auður hafi safnast á fárra hendur hér á landi. Þeim ríki muni ekkert um það að borga meira í samtrygginguna en berjast þó gegn því með kjafti og klóm, svo sem með því að kaupa upp fjölmiðla til að fá vald yfir umræðunni. Allt tal um aukin ríkisútgjöld sé útmálað sem illska, sólundun á annarra manna peningum. Þetta viðhorf sé skaðlegt enda séu sjóðir landsmanna ekki peningar annarra manna heldur peningar okkar allra. Peningum sem beri að verja í þágu allra landsmanna.

Davíð Þór vekur máls á þessu í aðsendri grein á Vísi.

„Hægrimenn hafa óskaplega gaman af því að vitna í Margréti Thatcher sem einhvern tímann mun hafa sagt að gallinn við sósíalisma væri að á endanum verði maður uppiskroppa með annarra manna peninga til að sólunda.

Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna. Sameiginlegir sjóðir landsmanna eru ekki „annarra manna peningar“. Þeir eru peningar okkar allra. Þeim ber að verja í þágu okkar allra. Þrátt fyrir að þetta sé augljóst vex þeirri möntru jafnt og þétt fiskur um hrygg að „ríkisútgjöld“ séu einhver meinsemd í eðli sínu sem halda beri í algjöru lágmarki.“

Davið bendir á að velferðarkerfið íslenska megi muna fífil sinn fegri og allt tal um niðurskurð í ríkisútgjöldum muni lítið gera til að bæta þá stöðu. Þvert á móti verði líklega skorið frekar niður þó enginn sé að spyrja þá flokka sem tala gegn ríkisútgjöldum nákvæmlega hvernig sá niðurskurður verði útfærður. Sósíalistar ætli að stækka sameiginlega sjóði Íslendinga. Lækka skatta á lægstu tekjur og millitekjur en stórauka skatta á þá sem mega við því að borga meira.

„Við tölum fyrir auðlegðarskatti sem leggjast mun á ríkasta 1% landsmanna. Spyrjum þá sem eru andvígir því hverjum þeir séu eiginlega að þjóna, almenningi eða auðvaldinu. Við tölum fyrir framfærsluviðmiði sem lægstu laun og bætur skuli aldrei fara niður fyrir. Við tölum fyrir því að fjármagnstekjur séu skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur (með sams konar frítekjumarki). Við tölum fyrir þrepaskiptum eignaskatti með eðlilegu frí-eignamarki og hækkandi álagi eftir því sem eignirnar verða fleiri og stærri. Og loks tölum við fyrir því að arðurinn af sameiginlegum auðlindum okkar, gæðum lands og sjávar, renni í sameiginlega sjóði okkar en ekki í vasa þeirra ríkustu.“

Snúa þurfi við þeirri þróun sem hafi átt sér stað undanfarna áratugi þar sem stjórnvöld hafi „grímulaust gengið erinda auðvaldsins gagnvart almenningi“. Hér hafi skattar lækkað á hæstu tekjur en stóraukist á þær lægstu. Afleiðingarnar séu að 10 þúsund börn í Reykjavík alast upp við fátækt. Tæp 20% níu ára barna hafi reynslu af því að fara svöng að sofa því ekkert var til heima hjá þeim að borða. 15 þúsund eldri borgara þurfi að gera sér að góðu greiðslur sem séu 100 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun.

Bendir Davíð á að ef einhver efast um hverra hagsmuna ríkisstjórnin hafi gætt þurfi bara að horfa til Samherja. Í staðinn fyrir að hafa samband við yfirvöld í Namibíu og bjóða fram aðstoð við að upplýsa málið hafi þáverandi sjávarútvegsráðherra hringt beint í vin sinn, eiganda Samherja, til að sjá hvernig honum liði með fréttaflutninginn.

Nú sé ekki rétti tíminn til að skera meira niður í velferðarkerfinu. Það þurfi að byggja það aftur upp og það sama þurfi að gerast með ríkisvaldið. Þar þurfi að snúa forgangsröðuninni við og leyfa almenningi að standa ofar auðvaldinu í forgangsröðuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Afinn sem sendi Kennarasambandinu reikning vill að sveitarfélögin „borgi lausnargjaldið“

Afinn sem sendi Kennarasambandinu reikning vill að sveitarfélögin „borgi lausnargjaldið“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?