fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 25. nóvember 2024 12:30

Þorsteinn fékk nóg og hætti. Myndir/Langanesbyggð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrúmsloftið innan sveitarstjórnar Langanesbyggðar hefur verið mjög stirt á kjörtímabilinu. Í þrígang hefur meirihlutinn verið skammaður af ráðuneytinu vegna lögbrota við stjórnsýslu. Oddviti minnihlutans baðst nýlega lausnar, að hluta til vegna vinnuumhverfisins sem hann segir að geri engum gott.

„Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi. Hluti af ástæðunni fyrir því að ég sé að hætta eru heilsufarsástæður en hluti af því þetta vinnuumhverfi innan sveitarstjórnar sem smitast út í samfélagið og gerir engum gott,“ segir Þorsteinn Ægir Egilsson, sem baðst nýlega lausnar sem sveitarstjórnarfulltrúi.

Þorsteinn leiddi Framtíðarlistann sem er í minnihluta sveitarstjórnar. Listinn Betri byggð stýrir meirihlutanum undir forystu Sigurðar Þórs Guðmundssonar. Mikið hefur gegnið á á kjörtímabilinu og mál ítrekað lent inni á borði innviðaráðuneytisins. Í þrígang hefur sveitarfélagið verið talið brotlegt við lög.

Ólöglegur fundur

Fyrstu kvörtunina sendi Þorsteinn Ægir sjálfur, vegna ólögmætrar boðunar sveitarstjórnarfundar þann 11. ágúst árið 2022. Fundarboð og gögn bárust ekki fyrr en að kvöldi 9. ágúst, en í lögum segir að 48 klukkustundir verði að líða frá boði að fundi.

Óskað var eftir því að nýr fundur yrði boðaður þar sem ræða átti stór mál er vörðuðu nýyfirstaðna sameiningu, lántökur og ráðningu sveitarstjóra. Í staðinn boðaði meirihlutinn aukafund með sömu tímasetningu og hinn upphaflegi.

Í svörum til ráðuneytisins sagði meirihlutinn að allir fulltrúar hefðu verið upplýstir um fundinn og umræðuefni hans. Þetta væri frávik sem myndi ekki endurtaka sig. Vegna anna hefði ekki náðst að boða fundinn fyrr.

Ráðuneytið taldi að sveitarfélagið hefði brotið lög og að þessi annmarki væri verulegur. Fól það sveitarstjórn að leggja mat á hvort taka þyrfti ákvarðanir á fundinum upp að nýju.

Ráðning forstöðumanns íþróttamannvirkja

Annað málið kom eftir kvörtun fulltrúans Miriam Blekkenhorst og varðaði ráðningu forstöðumanns íþróttamannvirkja á Þórshöfn. Þann 2. mars samþykkti byggðarráð að auglýsa starfið og fékk ráðgjafarstofunni Mögnum það hlutverk að taka viðtöl og leggja mat á færni.

Fimm sóttu um, þar á meðal Þorsteinn. Á fundi 4. maí var samþykkt að nýta heimild í lögum til að færa staðgengil forstöðumanns til í starfi og gera hann að forstöðumanni.

Þessu var mótmælt á næsta sveitarstjórnarfundi og meirihlutinn sakaður um óvandaða stjórnsýslu og ófagleg vinnubrögð. Upplýsingar hefðu ekki verið veittar og ekki lægi fyrir hverjir hefðu uppfyllt hæfnikröfur. Þá var sagt að varafulltrúi, sem tók sæti vegna vanhæfis þess sem átti í hlut, hefði fengið villandi upplýsingar og að hún hefði verið beitt þrýstingi.

Á fundi 15. júní tilkynnti oddviti að málið væri trúnaðarmál og lokaði fundi án atkvæðagreiðslu.

Sjá einnig:

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Í svörum meirihlutans til ráðuneytisins sagði að heimilt væri að loka umræðum um málefni starfsmanna. Einnig að enginn umsækjandi hefði fullkomlega uppfyllt kröfurnar.

Tók ráðuneytið ekki afstöðu til ráðningarinnar sem slíkrar en annað gilti um lokun fundarins sem hafi verið lögbrot. Meginreglan sé að fundir séu opnir og þeim megi aðeins loka þegar brýnar ástæður séu til.

Mátti ekki kasta kveðju á kjörstjórnarfulltrúa

Þriðja og nýjasta málið lítur að fundi 14. desember árið 2023 þegar verið að var að skipa nýjan varafulltrúa í kjörstjórn. Óskaði sveitarstjórnarfulltrúi Framtíðarlistans eftir því að bóka þakkir til fráfarandi varafulltrúa, eina setningu í fundargerð, en oddviti hafnaði því.

Taldi hann að bókunin varðaði ekki mál sem væri til ákvörðunar sveitarstjórnar. Fundir sveitarstjórnar séu ekki vettvangurinn fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarfulltrúa til samborgara sinna. Það væri hægt að gera með margvíslegum hætti með nútímatækni.

Í áliti ráðuneytisins segir að kveðjan til varafulltrúans hafi uppfyllt skilyrði laga, það er verið stutt og í samræmi við málið sem um var rætt. Tjáningarfrelsið sé ríkt og neitun oddvitans því brot á lögum.

„Vita upp á sig skömmina“

„Þetta segir okkur á hvaða vegferð núverandi meirihluti í sveitarstjórn er og oddviti sveitarfélagsins. Honum er bæði lög og samþykktir framandi,“ segir Þorsteinn Ægir.

Bendir hann á að fulltrúar Framtíðarlistans hefðu lagt til að gerð yrði stjórnsýslu úttekt á sveitarfélaginu. Var skipaður vinnuhópur með tveimur fulltrúum frá hvorum lista í hann. Niðurstaða hópsins liggur fyrir en hefur ekki verið gerð opinber og getur Þorsteinn því ekki tjáð sig um hana.

„Það var samþykkt samhljóða að fara í þessa stjórnsýsluúttekt sem sýnir okkur kannski það að þau vita upp á sig skömmina,“ segir Þorsteinn Ægir.

 

ATH: Leiðrétting – Fyrr var sagt að fulltrúi meirihluta hefði verið ráðinn í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja. Það var rangt og er beðist velvirðingar á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara