fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Óskar hvetur fólk til að hafa ekki hamborgarhrygg á jólunum – Minnst viðeigandi jólamaturinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar H. Valtýsson, dýravinur og tækniþróunarstjóri, segir að hamborgarhryggurinn sé minnst viðeigandi jólamaturinn. Margar fjölskyldur hafa þá hefð að hafa hamborgarahrygg á aðfangadag og finnst mörgum hann ómissandi partur af jólahátíðinni.

En í grein sem Óskar skrifar á Vísi segir hann að meðferð svína og annarra eldisdýra sé svo grimmileg að ólíklegt er að komandi kynslóðir líti meðferð núverandi kynslóða með velþóknun.

„Opnum hugann og hættum neyslu afurða úr því helvíti á jörð sem eldisbúin eru,“ segir hann í grein sinni og nefnir að þeim sem kynna sér aðstæður dýra í eldisiðnaði komi á óvart hversu mannskepnan getur verið vægðarlaus við þau varnarlausu.

„Þrátt fyrir stórbrotna vitundarvakningu undanfarinna áratuga varðandi umgengni manna um viðkvæma náttúru, hafa dýrin af einhverri ástæðu verið undanskilin,“ segir hann og bætir við að margir sem mega ekki til þess hugsa að mannskepnan spilli náttúrunni láti sig litlu skipta skelfileg örlög eldisdýra.

„Sumpart má um kenna að meðferð þeirra er ekki á almanna vitorði; er tryggilega falin innan veggja eldisbúanna enda um að ræða sannkallað helvíti á jörð fyrir varnarlaus dýrin.“

Óskar segir að nú þegar líður að jólum með tilheyrandi veisluhöldum séu blessuð eldisdýrin oftar en ekki fórnarlömb veisluhaldanna. „Svínin þar á meðal, enda kvalaafurðir þeirra taldar við hæfi þegar mannskepnan fagnar hátíð ljóssins. Ekkert er þó fjarri sanni en að neysla afurða dýra sem þola álíka þrautir og kvalræði á sinni stuttu lífsleið, eigi eitthvað skylt við þann boðskap sem tengist jólunum.“

Óskar segir að aukin menntun og aðgengi að upplýsingum um illa meðferð eldisdýra hafi valdið því að ungt og vel gert fólk hafi verið í fararbroddi fyrir aukinni velferð dýra.

„Málflutningur þessa unga fólks einkennist af ríkri siðferðiskennd og samúð með þeim varnarlausu dýrum sem gista kvalakistur eldisbúanna. Tökum þetta unga fólk til fyrirmyndar og breytum neysluvenjum okkar, líka á jólunum.“

Bent er á það í lok greinarinnar að Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standi nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara