fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn á kvöldvakt mánudaginn 18. nóvember ráku upp stór augu þegar þeir óku eftir Sæbrautinni. Þar birtist vígahnöttur á himni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, Stjörnu-Sævari, og deilir svari hans á Facebook ásamt myndbandi af þessari eftirminnilegu sjón.

„Það er ýmislegt sem verður á vegi okkar á vaktinni líkt og sjá má í stuttu myndbandi frá því í síðustu viku. Þá voru lögreglumenn á leið um Sæbraut í Reykjavík þegar skyndilega birtist vígahnöttur á himni. Það var tilkomumikil sjón og eftirminnileg og því við hæfi að leita skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, betur þekktur undir nafninu Stjörnu-Sævar, og auðvitað var hann með svar á reiðum höndum.

„Að kvöldi mánudagsins 18. nóvember, kl. 21:23 sprakk vígahnöttur yfir hafinu sunnan Íslands. Mörg vitni urðu að vígahnettinum enda birtist skær ljósblossi þegar hann sprakk, líkt og um eldingu væri að ræða.
Vígahnettir eru björt loftsteinahröp sem verða skærari en reikistjarnan Venus. Þeir eru oftast fremur litlir, á stærð við ber eða lítinn ávöxt á að giska en stundum talsvert stærri. Steinarnir koma á ógnarhraða inn í andrúmsloft Jarðar (meira en 11 km/s) og ryðja lofti undan sér sem byrjar að glóa. Steinninn stenst ekki álagið og springur, oftast nær í um það bil 80 km hæð eða svo.
Miðað við hæð vígahnattarins yfir sjóndeildarhring hefur hann sennilega sprungið í um 300 km fjarlægð frá Íslandi. Engin slóð varð eftir svo líklegast hefur hann brunnið alveg upp, eða í besta falli agnarsmá brot fallið í hafið““

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum