fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 25. nóvember 2024 11:54

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertug íslensk kona er í haldi lögreglu á Tenerife vegna gruns um hrottalega árás á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöldið. Vísir greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að hótelherbergið þar sem árásin er talin hafa átt sér stað hafi verið þakið blóði.

Konan situr í gæsluvarðhaldi ytra en málið verður fer fyrir dóm síðar í dag þar sem dómari mun taka afstöðu til áframhaldandi gæsluvarðhalds.

Konan var stödd í vetrarfríi erlendis ásamt stórfjölskyldu sinni. Samkvæmt lögregluskýrslu komst konan skyndilega í uppnám því að barnungur sonur hennar var enn á fótum kl.23.30 og það endaði með því að hún réðst fyrirvaralaust á mágkonu sína og beitti hana hrottalegu ofbeldi. Þegar tengdamóðirin reyndi að skakka leikinn réðst konan sömuleiðis á hana, hrinti í gólfið og mögulega kýlt hana.

Þá hrinti konan sömuleiðis tengdaföður sínum í gólfið en hann hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins.

Að endingu kom bróðir konunnar á vettvangi og náði að róa systur sína niður og fara með hana af vettvangi. Fram kemur í skýrslu lögreglu að konan þjáist af geðhvarfasýki sem geri hana árásargjarna. Hún er á lyfjum vegna sjúkdómsins.

Hin handtekna hefur áður komist í kast við lögin hérlendis og hefur verið sakfelld fyrir eignaspjöll, akstur undir áhrifum og árás á lögreglumann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“