fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 22:11

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýju kosningamyndbandi á samfélagsmiðlum leitast Píratar við að koma femínisma betur á kortið í yfirstandandi kosningabaráttu fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn. Þar varar flokkurinn við því að karlmenn sem vilji skerða yfirráð kvenna yfir eigin líkama komist til valda en þó fer einna mest fyrir Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í myndbandinu en hún er augljóslega ekki karlmaður.

Er í myndbandinu vísað til umræðu sem fram fór á Alþingi þegar ný lög um þungunarrof voru samþykkt árið 2019 en þá var sá tími sem konur geta óskað eftir þungunarrofi lengdur úr 16. viku meðgöngu í 22. viku.

Myndbandið var birt á Facebook-síðu Pírata fyrir sex dögum en flokkurinn keypti auglýsingu á samfélagsmiðlinum  sem er í formi þessa myndbands.

Myndbandið hefst á því að Þórhildur Sunna Ævarssdóttir þingflokksformaður Pírata horfir nokkuð ábúðarfull framan í myndavélina og spyr:

„Skiptir femínismi einhverju máli í þessari kosningabaráttu?“

Þá er klippt á umræður úr þinginu sem bersýnilega snúast um þessi fimm ára gömlu lög. Sjá má myndskeið af Ingu Sæland fara mikinn í ræðustól en hún var mjög andsnúin frumvarpinu. Í myndskeiðinu segir hún:

„Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við ætlum að taka hér akvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei.“

Menn en samt ekki bara menn

Þegar þessu myndskeiði af fimm ára gamalli ræðu Ingu Sæland lýkur tekur Þórhildur Sunna aftur við:

„Já, ég myndi segja að femínismi skipti heilmiklu máli í þessari kosningabaráttu. Það eru akkúrat núna flokkar, mjög vinsælir flokkar, sem að bara fyrir fimm árum síðan vildu taka réttinn af konum til að hafa yfirráð yfir sínum eigin líkama og það er ekki lengra síðan en það.“

Á meðan Þórhildur Sunna mælir þessi orð birtast á skjánum myndir af Ingu Sæland, Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins en öll greiddu þau atkvæði gegn þessu frumvarpi sem rýmkaði rétt kvenna til þungunarrofs. Er vart hægt að skilja orð Þórhildar Sunnu öðruvísi en að þessir flokksleiðtogar vilji alfarið banna konum á Íslandi að fara í þungunarrof.

Í pallborðinu á Vísi fyrir um þremur vikum sagði Bjarni að hann vildi alls ekki banna konum að fara í þungunarrof en hann teldi að það ætti að veita leyfi til að rjúfa meðgöngu í seinasta lagi í 20. viku meðgöngu en 22 vikur væri of mikið. Sigmundur Davíð tók í sama streng, að rjúfa meðgöngu þetta seint væri of langt gengið en hann vildi ekki banna konum að fara í þungunarrof.

Fauk í Bjarna í gær þegar talið barst að umdeildu málefni – „Hvers konar spurning er þetta?“

Inga vildi ekki banna fóstureyðingar

Af ræðu Ingu sem hún flutti við umræður um þungunarrofsfrumvarpið, sem varð að lögum árið 2019, sést að hún er bersýnilega ekki hrifin af þungunarrofi og henni fannst of mikið að setja hámarkið við 22. viku meðgöngu en hún vildi þó ekki banna þungunarrof alfarið.

Í myndbandi Pírata heldur Þórhildur Sunna áfram að vara við þeim sem vilji taka réttinn af konum til að hafa yfirráð yfir eigin líkama, þó einkum karlmönnum:

„Þannig að femínismi skiptir ótrúlega miklu máli vegna þess að það gæti gerst í þessum kosningum að það komist hér menn og þetta eru aðallega menn til valda sem vilja taka af þér valdið til að hafa stjórn yfir þínum eigin líkama og hvort þú getir eignast börn og hvenær.“

Ekkert er minnst á þungunarrof í stefnuskrá þeirra flokka sem Inga, Bjarni og Sigmundur Davíð leiða og virðist vera aðaltilgangur myndbandsins að vara við.

Einn áhorfandi spyr í athugasemdum við myndbandið hvers vegna verið sé að vara sérstaklega við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna en samt farin sú leið að birta myndbrit af ræðu konunnar Ingu Sæland. Svarið sem hann fær er:

„Ræðan hennar Ingu var sérstaklega rosaleg. Það er nú bara þess vegna.“

Áhorfandinn segist sammála því að þessi bútur úr ræðu Ingu einkennist af dómhörku en það breyti þó ekki einu:

„Hún er ekki karlmaður.“

Myndband Pírata þar sem varað er við karlmönnum, sem vilji skerða réttindi kvenna, með myndbroti af Ingu Sæland er hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Í gær

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Í gær

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar