fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Óvænt úrslit í fyrstu skák heimsmeistaraeinvígisins

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 25. nóvember 2024 13:34

Ding Liren í þungum þönkum í fyrstu skákinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistarinn Ding Liren vann magnaðan sigur á áskorenda sínum hinum 18 ára gamla Dommaraju Gukesh frá Indlandi í fyrstu skák heimsmeistaraeinvígisins í skák. Einvígi hinna asísku skákmeistara fer fram í Singapore og stýrði Ding svörtu mönnunum.

Hann kaus að tefla svokallaða franska vörn, sem kom mörgum að óvörum, og endaði með því að tefla frábæra skák og vinna sannfærandi sigur.

Segja má að sigurinn hafi verið óvæntur sem kann að hljóma undarlega í ljósi þess að Kínverjinn er ríkandi heimsmeistari í skák. En undanfarið ár hefur verð strembið fyrir Ding. Í stað þess að fyllast sjálfstrausti eftir að hafa landað heimsmeistaratitlinum þá sökk hann ofan í djúpan dal og hefur að mestu leyti átt afleitu gengi að fagna á þeim skákmótum sem hann hefur teflt á. Hefur  hann meðal annars opnað sig um líðan sína í viðtölum þar sem hann hefur játað að hugur hans virki ekki sem skyldi vegna andlegra vandamála.

Fyrir einvígið var Ding dottinn út af topp 20 listanum yfir bestu skákmenn heims á meðan hinn ungi Gukesh hefur verið nánast ósigrandi og var kominn upp í 5. sæti heimslistans. Efstur trónir enn Norðmaðurinn Magnus Carlsen sem eins og frægt er afsalaði sér heimsmeistaratitlinum í fyrra og hyggst ekki keppa um hann aftur.

Í aðdraganda heimsmeistaraeinvígisins var það því andleg heilsa heimsmeistarans sem var helsta óvissan og umræðuefnið.

Ding virkaði nokkuð stressaður í skákinni á meðan Gukesh geislaði af stóískri ró, eins og hann er þekktur fyrir. Það endurspeglaðist ekki á skákborðinu þar sem að Ding tefldi einfaldlega frábærlega og vann yfirburðasigur. Í raun átti Gukesh bara einu sinni möguleika að komast aðeins aftur inn í skákina en missti af þeim möguleika og Ding gaf engin grið eftir það. Vonbrigði Gukesh voru auðsýnileg þegar hann gafst upp enda mikið áfall að tapa fyrstu skákinni með hvítu mönnunum.

Skák númer tvö fer fram á morgun og verður fróðlegt að sjá hvernig keppendurnir bregðast við þessum óvæntu vendingum í fyrstu umferð.

Gukesh og Ding í upphafi fyrstu skákarinnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Í gær

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“