fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af kosningamálum Flokks fólksins, um aukna skattheimtu af innborgunum í lífeyrissjóði, hefur vakið gagnrýni. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur lýst hugmyndum um að sækja 90 milljarða árlega í lífeyrissjóðakerfið með skattlagningu á iðgjöld við inngreiðslu þeirra í sjóðina.

Meðal þeirra sem gagnrýna þessi áform er Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður sem skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þorsteinn birtir pistil um málið á Vísir.is þar sem hann segir þessar hugmyndir stríða gegn slagorði Flokks fólksins um fólk fyrst og annað seinna. Það eigi þá greinilega ekki við um eftirlaunafólk og það fólk sem er á vinnumarkaði og greiðir í lífeyrissjóði:

„Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris – og örorkuréttindum framtíðarinnar.“

Þorsteinn segist oft hafa gagnrýnt fjárfestingar lífeyrissjóðanna en aldrei hafi hvarflað að honum að skerða fjárfestingargetu þeirra. Með því tapist geta þeirra til útgreiðslu lífeyris og bóta til framtíðar.

„Það eru vond skilaboð nú þegar eldra fólk er stærri hluti þjóðarinnar en áður var og mun fara mjög fjölgandi á næstu árum og áratugum. Verra er þó þegar fólk og flokkar sem segjast andvíg skerðingum á kjörum almennings fara fram með eina stærstu skerðingartillögu sem sést hefur.“

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum