fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 25. nóvember 2024 19:30

Færeyingar eru mjög fjarskyldir okkur. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný erfðafræðirannsókn sýnir fram á að Íslendingar og Færeyingar eru mun minna skyldir en áður var talið. Uppruni þjóðanna er ekki sá sami og blöndun á milli þeirra í gegnum tíðina hefur verið sáralítil.

Bæði Færeyjar og Ísland voru numin um svipað leyti, á níundu öld, þegar norrænir menn sigldu þangað á langskipum. Færeyjar á fyrri hluta aldarinnar og Ísland á seinni hlutanum. Því mætti búast við því að það hefði verið nokkurn veginn sami hópur manna sem nam bæði lönd. Svo er ekki.

Í nýrri rannsókn erfðafræðinga við Louisville og Wyoming háskólana í Bandaríkjunum og Færeyjaháskóla, sem birt er í tímaritinu Frontiers in Genetics, kemur fram að uppruni Færeyinga er mun breiðari og annar en Íslendinga.

Rannsakaðir voru eiginleikar Y litninga 139 færeyskra karlmanna og þeir bornir saman við litninga 412 karlmanna frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Írlandi. Hægt var því að sjá betur en áður innbyrðis tengsl þessara þjóða og uppruna.

Niðurstöðurnar voru þær að landnemar í Færeyjum komu frá mörgum mismunandi stöðum í Skandinavíu á meðan uppruni Íslendinga er einsleitari.

„Vísindamenn hafa lengi gert ráð fyrir að Færeyjar og Ísland hafi verið numin af svipuðu norrænum fólki. En greiningar okkar sýna að þessar eyjar hafi verið numdar af mönnum úr mismunandi erfðamengi í Skandinavíu,“ segir Christopher Tilquist, prófessor við Louisville háskóla. „Einn hópur, frá mörgum mismunandi stöðum í Skandinavíu, fann sér heimili í Færeyjum, en annar, mjög ólíkur hópur víkinga nam Ísland.“

Þá virðist hafa verið lítil erfðafræðileg blöndun þjóðanna eftir landnám, þrátt fyrir meira en þúsund ára nábýli við hvora aðra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“